fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Halldór Blöndal er látinn

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. desember 2025 07:15

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, er látinn 87 ára að aldri. Halldór lést eftir veikindi á Landspítalanum í Fossvogi í gær, þann 16. desember.

Greint er frá andláti Halldórs í Morgunblaðinu í dag.

Hann fæddist 24. ágúst 1938 og lauk stúdentsprófi frá MA árið 1959 og las lögfræði í Háskóla Íslands. Hann starfaði um tíma sem blaðamaður á Morgunblaðinu en settist fyrst á þing sem varaþingmaður Sjálfstæðisflokkinn árið 1971 áður en hann var kjörinn á þing í desember 1979.

Halldór sat á þingi í tæp 30 ár, eða til ársins 2007, og gegndi hann embætti landbúnaðar- og samgönguráðherra á árunum 1991 til 1995 og samgönguráðherra frá 1995 til 1999. Hann var svo forseti Alþingis á árunum 1999 til 2005.

Halldór var í einkar áhugaverðu viðtali í DV árið 2018 sem má lesa í heild sinni hér. Aðstandendum og vinum eru sendar innilegar samúðarkveðjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast
Fréttir
Í gær

„Slæmt að sjá unga vinsæla tónlistarkonu nota reykingar sem sjálfsagðan hlut í sínu efni“

„Slæmt að sjá unga vinsæla tónlistarkonu nota reykingar sem sjálfsagðan hlut í sínu efni“
Fréttir
Í gær

Lögreglan neyddi Simon til að gefa falskan vitnisburð: „Þremur vélbyssum var miðað á höfuðið á mér“

Lögreglan neyddi Simon til að gefa falskan vitnisburð: „Þremur vélbyssum var miðað á höfuðið á mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar