fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 16. desember 2025 15:32

Frá heimili fjölskyldunnar við Súlunes. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur var kveðinn upp á fjórða tímanum í dag í Héraðsdómi Reykjaness, yfir Margréti Höllu Hansdóttur Löf, 28 ára gamalli konu, sem ákærð var fyrir manndráp gegn föður sínum og manndrápstilraun vegn móður sinni.

Faðir Margrétar andaðist að morgni föstudagsins 11. apríl á þessu ári. Í ákæru var Margrét sökuð um að hafa misþyrmt honum og móður sinni allt frá kl. 22:30 fimmtudagskvöldið 10. apríl og fram til kl. 6:39 um föstudagsmorguninn 11. mars. Í ákæru voru tilgreind mörg önnur tilvik um meint ofbeldi Margrétar gegn foreldrum sínum, það elsta frá aðfaranótt laugardagins 30. nóvember 2024. Var hún þar sökuð um að hafa beitt foreldra sína ofbeldi í tíu klukkustundir, bæði andlegu og líkamlegu. Var hún sögð hafa öskrað á föður sinn um að hjálpa sér út úr andlegu uppnámi sínu og fyrirskipað honum að sitja og standa að hennar ósk og bannað honum að tala við sig. Jafnframt á sama tíma beitt móður sína, að föður sínum ásjáandi, líkamlegu ofbeldi, t.d. með því að slá hana og klípa í handlegg hennar.

Sjá einnig: Skipaði foreldrum sínum að sitja og standa að hennar ósk og bannaði þeim að tala við sig

Hálfbróðir Margrétar gerði jafnframt einkaréttakröfu í málinu um miskabætur og að Margrét yrði svipt arfi eftir föður sinn heitinn.

Sakfelld fyrir morð og stórfellda líkamsárás

Vísir greinir frá því að Margrét hafi verið sakfelld fyrir morð og manndrápstilraun og dæmd í 16 ára fangelsi.

Samkvæmt upplýsingum frá Karli Inga Vilbergssyni, saksóknara í málinu, sem DV ræddi stuttlega við, er Margréti gert að greiða hálfbróður sínum tvær milljónir króna í miskabætur. Kröfu hans um að hún erfi ekki föður sinn er vísað frá dómi.

Karl segist sáttur við niðurstöðu dómsins og hann sé nokkurn veginn í samræmi við sínar væntingar. Hann segist þó ekki hafa sterkar skoðanir á niðurstöðunni og eigi eftir að lesa dóminn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ekki víst að Guðmundur Ingi snúi aftur í barna- og menntamálaráðuneytið

Ekki víst að Guðmundur Ingi snúi aftur í barna- og menntamálaráðuneytið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Slæmt að sjá unga vinsæla tónlistarkonu nota reykingar sem sjálfsagðan hlut í sínu efni“

„Slæmt að sjá unga vinsæla tónlistarkonu nota reykingar sem sjálfsagðan hlut í sínu efni“