fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 16. desember 2025 11:30

Gunnar Ingi Hákonarson er nú í endurhæfingu á Grensás. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Ingi Hákonarson 19 ára hefur verið í endurhæfingu á Grensásdeild í Reykjavík eftir slys í október. Ljóst er að langt endurhæfingaferli er framundan um óákveðinn tíma. Stórfjölskylda hans hefur komið af stað söfnun fyrir hann og móður hans, sem munu þurfa að dvelja frá heimili sínu með tilheyrandi kostnaði. 

„Við viljum byrja á að þakka innilega fyrir allan þann stuðning, hlýju og kærleika sem Gunnari Inga og fjölskyldu hefur verið sýndur frá októberkvöldinu örlagaríka þegar bíll Gunnars hafnaði út í sjó á Ísafirði. Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað þetta kvöld og sendum við öllum sem komu að björguninni okkar innilegustu þakkir.“

Greint var frá því í fréttum í lok október að bíll hefði hafnað í sjónum við Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði föstudagskvöldið 24. október. Gunnar Ingi var einn í bílnum og var hann í sjónum um það bil hálftíma, og síðan fluttur með sjúkraflugi frá Ísafirði til Reykjavíkur.

Í færslu sem deilt er á samfélagsmiðlum segir að þó farið sé að sjá til sólar hjá Gunnari er ljóst að bataferlið verður langt. Hann hefur verið í endurhæfingu á Grensás og mun þurfa að halda því áfram í óákveðinn tíma.

„Þetta þýðir að hann og Jóna Björk, móðir hans, koma til með að dvelja áfram fjarri heimili sínu á Ísafirði með tilheyrandi kostnaði og tekjutapi. Fjárhagsáhyggjur eru það síðasta sem við viljum að fólk í þeirra sporum þurfi að takast á við og því ákváðum við stórfjölskyldan að hefja söfnun til að mæta þeim mikla kostnaði sem fylgir svona verkefnum.“

Margt smátt gerir eitt stórt. Reikningurinn er á nafni móður Gunnars Inga, Jónu Bjarkar Brynjarsdóttur:

Reikningur: 0154 05 401770
Kennitala: 2411815969

„Með því að leggja þessu málefni lið hjálpið þið til við að létta undir svo þau geti einbeitt sér að því sem mestu máli skiptir, bataferli Gunnars og því að hann nái fyrri styrk á ný.

Hlý kveðja Stórfjölskyldan“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

„Slæmt að sjá unga vinsæla tónlistarkonu nota reykingar sem sjálfsagðan hlut í sínu efni“

„Slæmt að sjá unga vinsæla tónlistarkonu nota reykingar sem sjálfsagðan hlut í sínu efni“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögreglan neyddi Simon til að gefa falskan vitnisburð: „Þremur vélbyssum var miðað á höfuðið á mér“

Lögreglan neyddi Simon til að gefa falskan vitnisburð: „Þremur vélbyssum var miðað á höfuðið á mér“
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna með óvænta skoðun á styttingu atvinnuleysisbótatíma – „Nú verð ég sennilega drepin“

Sólveig Anna með óvænta skoðun á styttingu atvinnuleysisbótatíma – „Nú verð ég sennilega drepin“
Fréttir
Í gær

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“
Fréttir
Í gær

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Í gær

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar