fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Myndband: Íslendingar sagðir hafa átt í götuslagsmálum í Taílandi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 16. desember 2025 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Taílenskir fjölmiðlar greina frá því að slagsmál hafi brotist út á milli nokkurra  vespuökumanna í borginni Pattaya síðastliðið laugardagskvöld. Er fullyrt í þarlendum fjölmiðli að tveir Íslendingar hafi átt hlut að máli. Rétt er þó að geta þess að taílenskir miðlar rugla nokkuð reglulega saman Íslendingum og Írum í fréttum sínum.

Í frétt Pattaya Mail segir að átök hafi brotist út á milli annars vegar tveggja Íslendinga og hins vegar manns af arabískum uppruna. Aðdragandinn var sá að tvær vespur rákust saman og upp úr því gaus mikið rifrildi og handalögmál þar sem menn létu hnefahögg og spörk dynja hver á öðrum. Sjónarvottar reyndu að ganga á milli mannanna og stöðva átökin. Lögregla kom síðan fljótt á vettvang og skakkaði leikinn. Voru allir þátttakendur í slagsmálunum handteknir.

Í átökunum varð ófrísk kona fyrir slysashöggi og var flutt á sjúkrahús eftir að vegfarendur höfðu hlúð að henni.

Í frétt The Pattaya News um málið er birt meðfylgjandi myndband af átökunum. Þar segir hins vegar að tvímenningarnir sem nefndir eru til sögunnar séu annaðhvort Íslendingar eða Írar, en heimildum beri ekki saman um það. Miðað við það er mögulegt að þarna hafi ekki verið Íslendingar í átökum, heldur Írar.

video
play-sharp-fill

Fréttin hefur verið uppfærð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ekki víst að Guðmundur Ingi snúi aftur í barna- og menntamálaráðuneytið

Ekki víst að Guðmundur Ingi snúi aftur í barna- og menntamálaráðuneytið
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auður stígur til hliðar úr Gímaldinu

Auður stígur til hliðar úr Gímaldinu
Hide picture