fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Ljósi varpað á það sem gerðist í jólaboði Conan O‘Brien – Nokkrum tímum síðar átti harmleikurinn sér stað

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. desember 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Rob og Michele Reiner, sem fundust myrt í glæsihúsi sínu í Los Angeles, á sunnudag eru sögð hafa verið „skelkuð“ vegna óútreiknanlegrar hegðunar sonar þeirra í jólagleðskap skemmtikraftsins Conan O‘Brien á laugardagskvöld.

Sonurinn, Nick Reiner, er í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa myrt foreldra sína en þau fundust í blóði sínu á sunnudag. Systir Nicks, Romy, kom að þeim og sagði lögreglu að skoða hugsanlegan þátt bróður síns í morðunum.

Nick er sagður hafa hagað sér furðulega í umræddum gleðskap á laugardagskvöld og raunar verið „algjörlega stjórnlaus“ að sögn sjónarvotta. Er hann sagður hafa verið ör, hlaupið um og spurt fólk hvort það væri frægt.

Greint var frá því í gær að Nick hefði rifist við foreldra sína í gleðskapnum svo eftir var tekið. Rob og Michele eru sögð hafa yfirgefið samkvæmið skömmu síðar og var það í síðasta sinn sem þau sáust á lífi.

Reiner er í haldi án möguleika á lausn gegn tryggingu, en hann var handtekinn eftir að hann tékkaði sig inn á mótel í Santa Monica. Lögregla gerði leit í herberginu hans þar sem töluvert magn af blóð er sagt hafa fundist, þar á meðal í sturtunni, rúminu og á gluggatjöldum.

„Nick var algjörlega stjórnlaus. Hann var sífellt að spyrja fólk hvort það væri frægt,“ segir heimildarmaður People um málið.

Rifrildi hans við foreldra sína er sagt hafa snúist um að hann neitaði að fara enn eina ferðina í meðferð, en að minnsta kosti einn gestur segir að hann hafi virst vera undir áhrifum einhverja efna.

Rob og Michele eru sögð hafa lýst yfir við vini sína að þau hefðu áhyggjur af heilsu sonar síns og andlegt ástand hans virtist vera að versna.

People hefur eftir vini Reiner-hjónanna að Nick hafi átt að vera edrú þetta kvöld, en raunin hafi verið önnur. Segir hann að Nick væri illa háður einhvers konar blöndu af ópíóðum og heróíni.

Annar vinur fjölskyldunnar sagði í samtali við New York Post að Reiner-hjónin hafi virkilega viljað að sonur þeirra fengi hjálp. „En Nick sjálfur vildi fá þessa hjálp heima, hann vildi ekki fara á stofnun.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ekki víst að Guðmundur Ingi snúi aftur í barna- og menntamálaráðuneytið

Ekki víst að Guðmundur Ingi snúi aftur í barna- og menntamálaráðuneytið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Slæmt að sjá unga vinsæla tónlistarkonu nota reykingar sem sjálfsagðan hlut í sínu efni“

„Slæmt að sjá unga vinsæla tónlistarkonu nota reykingar sem sjálfsagðan hlut í sínu efni“