fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Ekki víst að Guðmundur Ingi snúi aftur í barna- og menntamálaráðuneytið

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. desember 2025 08:54

Guðmundur Ingi Kristinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að það muni koma í ljós hvort Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, snúi aftur í ráðuneyti sitt.

Inga sagði þetta í Silfrinu í gærkvöldi en fjallað er um málið á vef RÚV.

Greint var frá því fyrr í mánuðinum að Guðmundur Ingi væri kominn í veikindaleyfi og Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefði tímabundið tekið við verkefnum hans.

Guðmundur Ingi mun gangast undir hjartaaðgerð í byrjun nýs árs, en í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins þann 9. Desember síðastliðinn kom fram að gert væri ráð fyrir að hann myndi snúa aftur til starfa eftir aðgerðina.

Inga segir að það muni hins vegar koma í ljós hvað gerist, enda stór aðgerð fram undan.

„Hann er að fara í opna hjartaskurðaðgerð, og þarf að skipta um hjartaloku eða eitthvað slíkt sem ég kann ekki alveg frá að segja, en ég vil bara sjá til hvernig framvindan verður. Það veit enginn hvernig það fer, einstaklingar þurfa að fara í endurhæfingu, mislanga, og annað slíkt eftir slíka aðgerð. Við óskum Guðmundi alls hins besta og bíðum eftir því að hann verði sprækur sem lækur,“ sagði Inga Sæland í Silfrinu að því er fram kemur á vef RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auður stígur til hliðar úr Gímaldinu

Auður stígur til hliðar úr Gímaldinu