fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 16. desember 2025 10:30

Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fleiri ánægð en óánægð með breytingar á lögum um hunda- og kattahald í fjölbýli. Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 18. nóvember til 2. desember 2025 var spurt að eftirfarandi:

Alþingi samþykkti nýlega frumvarp um breytingu á lögum um hunda- og kattahald í fjöleignarhúsum. Grunnregla fjöleignarhúsalaganna, um að hunda- og kattahald sé bannað í fjölbýlishúsum nema samþykki aukins meirihluta eigenda um annað liggi fyrir, hefur verið snúið við og er hunda- og kattahald nú leyft í fjölbýli nema samþykki aukins meirihluta eigenda liggi fyrir um annað.

Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með breytingar á lögum um hunda- og kattahald í fjölbýli?

49% Íslendinga eru ánægð með breytingar á lögum um hunda- og kattahald í fjölbýli, 32% eru óánægð með breytinguna og 18% eru hvorki ánægð eða óánægð.

Mynd 1. Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með breytingar á lögum um hunda- og kattahald í fjölbýli? Svör þeirra sem tóku afstöðu.

Það sem vekur mesta athygli í könnuninni er að þau sem búa í raðhúsi, parhúsi, íbúð í fjölbýlishúsi eða blokkaríbúð eru marktækt ánægðari með breytinguna en þau sem búa í einbýlishúsi. 35% þeirra sem búa í einbýlishúsi eru óánægðir með breytinguna á lögum um hunda- og kattahald í fjöleignarhúsum, en eins og lagaheitið gefur til kynna þá snertir það ekkert hagsmuni þeirra sem búa í einbýli.

Mynd 5. Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með breytingar á lögum um hunda- og kattahald í fjölbýli? Svör eftir því í hverskonar húsnæði svarendur búa.

Konur eru marktækt ánægðari með breytinguna en karlar, 59% kvenna segjast ánægðar á móti 40% karla.

Mynd 2. Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með breytingar á lögum um hunda- og kattahald í fjölbýli? Svör eftir kyni.

Þau sem eru 25-34 ára eru marktækt ánægðari með breytinguna en aðrir aldurshópar. Þau sem eru 65 ára eða eldri eru marktækt óánægðari með breytinguna en þau sem yngri eru.

Mynd 3. Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með breytingar á lögum um hunda- og kattahald í fjölbýli? Svör eftir aldri.

Þau sem eiga hund og/eða kött eru marktækt ánægðari með breytinguna en þau sem eiga ekki hund og/eða kött. 69% þeirra sem eiga hund og/eða kött eru ánægð með breytinguna og 14% óánægð. 32% sem eiga ekki hund og/eða kött eru ánægð með breytinguna og 48% eru óánægð.

46% þjóðarinnar á hund(a), kött/ketti eða hvoru tveggja.

Mynd 4. Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með breytingar á lögum um hunda- og kattahald í fjölbýli? Svör eftir því hvort að svarendur eiga gæludýr eða ekki.

Gögnum í könnuninni var safnað frá 18. nóvember til 2. desember 2025, úrtak var 2000 manns og var svarhlutfall 49%.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tólf látnir eftir skotárás – Ótrúlegt myndband sýnir vegfaranda afvopna einn árásarmanninn

Tólf látnir eftir skotárás – Ótrúlegt myndband sýnir vegfaranda afvopna einn árásarmanninn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir látnir og níu særðir í skotárás í Brown-háskóla – Árásarmaðurinn á flótta

Tveir látnir og níu særðir í skotárás í Brown-háskóla – Árásarmaðurinn á flótta