
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir blygðunarsemisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa föstudagskvöldið 5. janúar árið 2024, í Sundhöll Reykjavíkur, gengið inn í útibúningsklefa kvenna og handleikið þar kynfæri sín innan klæða fyrir framan stúlku undir lögaldri. Stúlkan var í nakin í sturtu og hundsaði ákærði ítrekaðar beiðnir hennar um að fara út úr búningsklefanum.
Í ákæru segir að með þessu hafi maðurinn sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi sem var til þess fallið að særa blygðunarkennd stúlkunnar.
Fyrir hönd stúlkunnar er gerð krafa um að ákærði greiði henni eina milljón króna í skaða- og miskabætur.
Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 17. desember næstkomandi.