

Flensan hefur einnig látið á sér kræla hér á landi og hafa ófáir landsmenn lagst í rúmið undanfarnar vikur.
Daily Mail greindi frá því í gær, sunnudag, að hátt í þrjú þúsund sjúklingur lægju nú inni á sjúkrahúsum vegna inflúensu. Hafa innlagnir fjórfaldast á um einni viku á þeim svæðum þar sem ástandið er verst.
Bresk heilbrigðisyfirvöld segja að hið versta sé ekki endilega yfirstaðið, engin merki séu um að bylgjan sé í rénun og hefur Daily Mail eftir heilbrigðisstarfsmanni að kúrfan fari jafnvel ekki lækkandi fyrr en í lok janúar.
Wes Streeting, heilbrigðisráðherra Bretlands, segist hafa áhyggjur af stöðu mála á sjúkrahúsum og segir hann að fjöldi sjúklinga á sjúkrahúsum gæti þrefaldast áður en faraldurinn dregst saman.