

Að minnsta kosti tólf eru látnir, þar á meðal börn, eftir að tveir byssumenn gerði skotárás á gyðingahátíð á Bondi-strönd í Ástralíu fyrr í dag. Í hópi hinna látnu er annar árásarmaðurinn en hinn er sagður alvarlega slasaður. Þá eru fjölmörg önnur fórnarlömb slösuð eftir árásina sem og tveir lögreglumenn.
Árásarmennirnir hleyptu af að minnsta kosti 50 skotum og þá hefur verið greint frá því að möguleg sprengja fannst á vettvangi.
Í ótrúlegu myndbandi á samfélagsmiðlum má sjá vegfaranda ráðast að einum byssumanninum og afvopna hann.
@sydneymorningherald A hero bystander wrestled a rifle off an alleged gunman in a moment of bravery that may have saved lives, footage from the scene at Bondi Beach shows. Follow our live coverage. #bondibeach #sydneynews #sydney #newspurposes ♬ original sound – Sydney Morning Herald
Bondi-strönd er ein vinsælasta og sögufrægasta strönd Sydneyborgar og umsetin gestum allt árið um kring.
