

Rithöfundurinn og fjölmiðlakonan Auður Jónsdóttir hefur stigið til hliðar af Gímaldinu, fjölmiðlinum sem hún tók þátt í að stofna fyrir um sex mánuðum síðar. Ástæðan er sú að Auður hyggst einbeita sér að skriftum en hún fékk á dögunum úthlutað ritlaunum til sex mánaða og er með fjölmörg járn í eldinum sem krefjast athygli hennar.
Hún segir að ánægjulegt hafi verið að taka þátt í undirbúningi og stofnun Gímaldsins og hún er fullviss um að miðillinn komi til með að vaxa og dafna. Þá áréttar hún að hún eigi engan hlut í miðlinum né komi nokkuð að ritstjórn hans.