fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 13. desember 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðal þeirra sem gagnrýna stjórnhætti Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, er Bryndís Valberg, stærðfræðikennari við skólann og fyrrverandi formaður kennarafélags skólans. Bryndís er í veikindaleyfi vegna erfiðrar krabbameinsmeðferðar.

Bryndís hefur í viðtölum við DV fyrr í vikunni farið hörðum orðum um framgöngu Ársæls í  starfi, segir hann ekki þola gagnrýni, hann beiti yfirgangi og sýni merki um sjálfsdýrkun.

Sjá einnig: Segir Ársæl hafa kallað tvo kennara á teppið eftir að eiginkona hans heyrði þá gagnrýna hann í heitum potti

Bryndís kærði Ársæl fyrir einelti til menntamálaráðuneytisins. Ráðuneytið úrskurðaði að um skoðanaágreining hefði verið að ræða og hefur Bryndís kært þá niðurstöðu til Umboðsmanns Alþingis.

Bryndís hefur einnig kært meint persónuverndarbrot skólans á hendur henni til Persónuverndar. Atvik þess máls urðu snemma árs 2024 og tilkynnti hún málið til Persónuverndar í byrjun febrúar það ár. Persónuvernd hefur ekki skilað niðurstöðu í málinu.

Áberandi ábendingahnappur á forsíðu

Á vef Borgarholtsskóla er að finna tvo áberandi ábendingarhnappa þar sem hægt er að setja inn nafnlausar ábendingar um nafngreint fólk. Ábendingarnar eru teknar til meðferðar hjá stjórnendum skólans, að virðist sjálfkrafa.

Í tilviki Bryndísar sendi nemandi inn nafnlausa ábendingu um hana og sakaði hana meðal annars um að lagt fyrir bekkinn stræðfræðipróf án þess að tilkynna um það með fullnægjandi hætti. Segir Bryndís nemandann hafa borið á sig ýmsan annan óhróður og ósannindi. Sviðsstjóri bóknáms hringdi í Bryndísi, greindi henni frá þessari nafnlausu ábendingu og bað hana um að bregðast við henni. Þótti henni sérkennilegt að þurfa að svara fyrir slíkt í síma án þess að setjast niður og funda um málið, en hún gerði það og „mótmælti þessum óhróðri kröftuglega aftur og aftur.“

Í ofanálag komst hún að því að ábending nemandans hafði verið skráð í GoPro skjalavistunarkerfi skólans. Var það persónuverndarfulltrúli skólans sem skráði málið inn í kerfið. Var hún afar ósátt við þessi vinnubrögð.

Af efni kvörtunar nemandans eins og hún var rakin í símtalinu áttaði Bryndís sig á því að um var að ræða stúlku sem hafði nýlega fengið 0,0 á stærðfræðiprófi en sakaði Bryndísi um að hafa ekki tilkynnt um prófið tímanlega. Bryndís hafði hins vegar tilkynnt prófið með margvíslegum hætti og sem fyrr segir sakar hún stúlkuna um að bera á sig lygar.

Hún er sérstaklega ósátt við að málið hafi verið skráð í skjalavistunarkerfi skólans áður en það var rannsakað enda hefði stutt athugun leitt í ljós að það ætti hvergi heima nema í ruslatunnunni.

Hún hefur annars vegar barist fyrir því að fá afrit af þessar kvörtun nemandans sem lesin var fyrir hana í síma og hins vegar fyrir því að málið verði fjarlægt úr skjalakerfinu. Skólinn hefur orðið við hvorugri óskinni, en meðal þeirra sem komið hafa að málinu er Ársæll skólameistari. Í kærunni til Persónuverndar segir hún meðal annars:

„Undirrituð upplifir brot á persónuverndarlögum og alvarlegt áreiti (sbr. lög nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum). Eftir innleiðingu nýju persónuverndarlaganna hefur áhersla á varðveitingu og deilingu gagna verið í þá áttina að ekki á að geyma gögn sem samræmast ekki lögum nr. 77/2000, 20.gr. „Hinn skráði á rétt á að fá óáreiðanlegar persónuupplýsingar um sig leiðréttar svo og rétt til að ábyrgðaraðilinn eyði persónuupplýsingum um hann án ótilhlýðilegrar tafar (réttur til að gleymast) og rétt til að ábyrgðaraðili takmarki vinnslu samkvæmt nánari skilyrðum 16.–19. gr. reglugerðarinnar.““

Einnig telur Bryndís að þessi vinnubrögð séu ekki í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, þar sem segir að þær skuli unnar með sanngjörnum, málefnalegum og lögmætum hætti og að öll meðferð þeirra sé í samræmi við vandaða vinnsluhætti persónuupplýsinga.

Persónuverndarfulltrúi skólans segir hins vegar  að öll mál sem skólanum berist til meðferðar skuli skrá í skjalavistunarkerfið. Bryndís telur hins vegar að málið hafi aldrei verið tækt til meðferðar þar sem erindið var augljóslega óhróður og lygi. Hún hefur ennfremur fengið það mat hjá sérfræðingi í vinnumati hjá Kennararasambandi Íslands að miðað við úrskurðafordæmi hjá Persónuvernd sé öll vinnsla persónupplýsinga sem safnað er með nafnlausum ábendingum brot  á lögum um persónuvernd og meðferð persónupplýsinga.

Bryndís telur að Borgarholtsskóli vinni ekki eftir  lögum um persónuvernd þegar ábendingu sem ekki eigi við rök að styðjast sé ekki eytt úr skjalakerfi skólans. Hún bendi á að í persónuverndarstefnu skólans segir orðrétt í kafla um rétt einstaklinga:

„Einstaklingur hefur rétt til að krefjast þess að rangar eða ófullkomnar skráningar verði leiðréttar“.

Enn liggur ekki fyrir hvaða skoðun Persónuvernd hefur á málinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Í gær

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Í gær

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Í gær

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands