
Páll Jónsson, kallaður Páll timbursali, sakborningur í stóru kókaínmáli árið 2022, hefur stefnt fjármála- og efnahagsráðherra, vegna þess sem hann kallar ólögmæta haldlagningu og förgun á gámi sem innihélt timburhús og pallaefni, að verðmæti rúmlega 5,5 milljónir króna.
Nútíminn greinir frá þessu.
Vörurnar voru fluttar inn í gegnum fyrirtæki Páls, Hús og harðviður ehf. Í gegnum það fyrirtæki var einnig flutt stór sending af kókaíni, tæp 100 kg, falin í trjábolum. Flutningaskiptið sigldi með farminn frá Brasilíu til Rotterdam en þar skipti lögreglu út efnunum fyrir gerviefni. Síðan var siglt með gerviefnin til Íslands.
Páll var dæmdur í 9 ára fangelsi fyrir hlut sinn í málinu og afplánar hann á Hólmsheiði.
Önnur sending Húsa og harðviðs var einnig haldlögð af lögreglu og það er vegna hennar sem Pálls stefnir ríkinu. Í frétt Nútímans segir:
„Samkvæmt stefnunni flutti fyrirtæki Páls inn 120 fermetra timburhús og 80 fermetra af pallaefni árið 2021. Varan var tollafgreidd snemma árs 2022.
Síðar sama ár haldlagði lögreglan gáminn við rannsókn sakamáls á hendur Pál um umfangsmikið fíkniefnasmygl — þótt sendingin tengdist því ekki á neinn hátt, eins og tekið er fram í bæði dómi Héraðsdóms og Landsréttar.“
Innihaldi gámsins var síðan fargað án þess að tilkynnt væri um það.
Páll krefst skaðabóta að fjárhæð 5.570.631 kr. fyrir ólöglega eignasviptingu.
Sjá nánar hér.