fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Páll timbursali stefnir ríkinu – Segir förgun á 5,5 milljóna vörusendingu ólöglega

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 13. desember 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Jónsson, kallaður Páll timbursali, sakborningur í stóru kókaínmáli árið 2022, hefur stefnt fjármála- og efnahagsráðherra, vegna þess sem hann kallar ólögmæta haldlagningu og förgun á gámi sem innihélt timburhús og pallaefni, að verðmæti rúmlega 5,5 milljónir króna.

Nútíminn greinir frá þessu.

Vörurnar voru fluttar inn í gegnum fyrirtæki Páls, Hús og harðviður ehf. Í gegnum það fyrirtæki var einnig flutt stór sending af kókaíni, tæp 100 kg, falin í trjábolum. Flutningaskiptið sigldi með farminn frá Brasilíu til Rotterdam en þar skipti lögreglu út efnunum fyrir gerviefni. Síðan var siglt með gerviefnin til Íslands.

Páll var dæmdur í 9 ára fangelsi fyrir hlut sinn í málinu og afplánar hann á Hólmsheiði.

Sendingin tengdist málinu ekki

Önnur sending Húsa og harðviðs var einnig haldlögð af lögreglu og það er vegna hennar sem Pálls stefnir ríkinu. Í frétt Nútímans segir:

„Samkvæmt stefnunni flutti fyrirtæki Páls inn 120 fermetra timburhús og 80 fermetra af pallaefni árið 2021. Varan var tollafgreidd snemma árs 2022.

Síðar sama ár haldlagði lögreglan gáminn við rannsókn sakamáls á hendur Pál um umfangsmikið fíkniefnasmygl — þótt sendingin tengdist því ekki á neinn hátt, eins og tekið er fram í bæði dómi Héraðsdóms og Landsréttar.“

Innihaldi gámsins var síðan fargað án þess að tilkynnt væri um það.

Páll krefst skaðabóta að fjárhæð 5.570.631 kr. fyrir ólöglega eignasviptingu.

Sjá nánar hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Í gær

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Vilhjálmur til OK
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bragi Valdimar ekki sáttur: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Bragi Valdimar ekki sáttur: „Þetta eru mikil vonbrigði“