fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 13. desember 2025 15:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir, landsþekktur blaðamaður Morgunblaðsins, hefur samúð með Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta Alþingis, fyrir að hafa misst þolinmæðina og tautað fúkyrði í garð stjórnarandstöðunnar fyrir munni sér. Orðrétt sagði Þórunn, sem frægt varð: „Ég er komin með nóg. Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk.“

Kolbrún hefur skilning á þessu framferði í ljósi þess hvað stjórnarandstaðan sé leiðinleg. Hún segir í sunnudagspistli sínum í Morgunblaðinu:

„Pistlahöfundur hefur ríka samúð með Þórunni í þessari stöðu. Það getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins. Pistlahöfundi finnst hún heyra alltof mikið frá stjórnarandstöðunni og eiginlega allt byggist þar á reiði, niðurrifi og nöldri. Það er niðurdrepandi að hlusta á endalaust röfl einstaklinga sem eru óskaplega ósáttir við hlutskipti sitt og virðast hafa gert það að markmiði í lífi sínu að einblína á slæmu hliðarnar á öllum málum. Pistlahöfundur þolir það ekki vel og getur vel sett sig í spor Þórunnar sem starfs síns vegna á enga flóttaleið frá þessu neikvæða málæði stjórnarandstöðunnar.“

Kolbrún segir að stjórnarandstaðan sé gjörsneydd umburðarlyndi og fyrirgefningaranda eins og þó ætti að tíðkast þegar nær dregur jólum. Samt segist sumir leiðtogar hennar leggja mikið upp úr kristnum gildum. Hún minnir líka á að Þórunn hafi einlæglega beðist afsökunar á framkomu sinni:

„Forseti þingsins baðst einlæglega afsökunar á blóti sínu. Eins og hinn ágæti forsætisráðherra benti stjórnarandstöðunni síðan á þá er betra að fólk sé nógu stórt til að geta tekið afsökunarbeiðni gilda. Sú sem þetta skrifar lærði einmitt snemma að ef einhver biður mann afsökunar þá tekur maður því og lætur málið snarlega niður falla. Sá góði boðskapur á ekki upp á pallborðið hjá stjórnarandstöðunni fremur en annað sem jákvætt er. Áfram skal nöldrað! virðist vera kjörorð stjórnarandstöðu þessa lands.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“