

Maður með hakakrosshúðflúr í andliti og samfylgdarfólk hans gekk berserskgang á hamborgarastaðnum 2Guys á Hlemmi eftir að fólkinu hafið verið neitað um afgreiðslu.
RÚV greinir frá þessu en atvikið átti sér stað um síðustu helgi.
Starfsfólk á 2Guys neitaði fólkinu um afgreiðslu vegna húðlúrs mannsins. Hjalti Vignisson, eigandi staðarins, segir í samtali við RÚV að hann styðji ákvörðun starfsfólksins. Gestirnir brugðust við þessu með því að brjóta vatnskönnu og um 50 glös inni á staðnum. Engan sakaði í þessum hamförum.
„Þarna átti sér bara stað atvik þar sem einstaklingur er greinilega illa fyrir kallaður. En þetta er ógeðslega pirrandi að fólk skuli haga sér svona,“ segir Hjalti við RÚV.
Segist hann hafa haft samband við lögreglu vegna málsins en efast um að hann leggi fram kæru. Vandræði á Hlemmi séu hins vegar ekki ný af náilnni og starfsfólk 2Guys hafi ekki farið varhluta af þeim.
„En þetta sýnir líka það að það vantar aðhald um einstaklinga sem minna mega sín í þjóðfélaginu,“ segir Hjalti ennfremur.