fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Faðir fékk áfall þegar TR krafði hann um meðlagsgreiðslur þrátt fyrir jafna umgengni og staðfest samkomulag við barnsmóður

Ritstjórn DV
Laugardaginn 13. desember 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faðir þriggja barna var ósáttur eftir að barnsmóðir hans fór fram á að Tryggingastofnun ríkisins (TR) hefði milligöngur um meðlagsgreiðslur. Taldi hann að TR hefði borið að horfa til þess að samkvæmt sérstökum skilnaðarsamningi ættu meðlagsgreiðslur aðeins að eiga sér stað á meðan umgengni við börnin væri ójöfn. Eftir að umgengni yrði vika og vika ættu meðlagsgreiðslur að falla niður.

Hann leitaði því til úrskurðarnefndar velferðarmála til að fá ákvörðun TR hnekkt, en varð þó ekki kápan úr því klæðinu.

TR vísaði til þess að lögum samkvæmt beri stofnuninni skylda til að hafa milligöngu um meðlag. Þegar faðirinn skildi við barnsmóður sína veitti sýslumaður leyfi til lögskilnaðar þar sem var kveðið á um að faðirinn ætti að greiða móður meðlag. TR hefði ekki heimild til að virða þessa skyldu að vettugi, jafnvel þó umgengni við börnin væri jöfn. Breytti sérstakt skilnaðarsamkomulag foreldranna engu um það mat.

Úrskurðarnefndin tók undir með TR. Það væri óumdeilt að með leyfi til lögskilnaðar var kveðið á um meðlagsgreiðslur föður til móður. Þar með var komin lögformleg meðlagsákvörðun sem TR bar að taka tillit til. Skipti sérstakur skilnaðarsamningur, sem hafði verið samþykktur hjá sýslumanni, engu máli en þar kom fram að þegar umgengni við börnin yrði jöfn ættu meðlagsgreiðslur að falla niður. TR mátti ekki horfa til þessa sérstaka samkomulags og var því ekki heimilt að hafna kröfu móðurinnar um milligöngu meðlagsgreiðslna. Ákvörðun TR var því staðfest.

Úrskurðinn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Í gær

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Í gær

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Í gær

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands