fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Tekinn með bensínsprengju

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. desember 2025 18:49

Mynd: logreglan.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nógu virðist hafa verið að snúast hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag en fram kemur í dagbók hennar að maður hafi verið kærður fyrir að hafa bensínsprengju í fórum sínum.

Helstu verkefni lögreglustöðvar 1 sem sér um löggæslu í vesturbæ, miðbæ og austurbæ Reykjavíkur auk Seltjarnarness var að að brotist avr inn á veitingastað og stolið peningum, tölvum og síma. Málið er í rannsókn.

Tilkynnt var um óvelkomna aðila sem voru búnir að hreiðra um sig í bílakjallara.

Maður var svo kærður fyrir að hafa bensínsprengju í vörslum sínum en er einnig grunaður um að hafa þýfi í fórum sínum.

Höfð voru afskipti af mönnum sem hvergi eiga heima í stigagangi á stofnun. Annar þeirra var í engu ástandi til að sýsla með eigin hagsmuni og því vistaður í fangaklefa þar til ástand hans skánar. Hinum var vísað á brott.

Tilkynnt um innbrot í bifreið og ýmsum munum stolið þaðan. Málið er í rannsókn.

Loks eru nefnd til sögunnar þjófnaður og eignaspjöll í matvöruverslun. Málið var afgreitt á vettvangi.

Lögreglumenn á lögreglustöð 2 sem sinnir löggæslu í Hafnarfirði og Garðabæ aðstoðuðu vegfaranda við að endurheimta farsíma sinn sem var úti á miðri stofnbraut.

Til kasta lögreglustöðvar 3 sem sinnir Kópavogi og Breiðholti var þjófnaður á papriku úr matvöruverslun og umferðarslys þar sem strætisvagn og fólksbifreið áttu í hlut. Minni bifreiðin var dregin af vettvangi með dráttarbifreið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sauðdrukkinn jarðýtustjóri dæmdur – Sagðist hafa klárað lítraflösku af vodka í einum teyg

Sauðdrukkinn jarðýtustjóri dæmdur – Sagðist hafa klárað lítraflösku af vodka í einum teyg
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir Ársæl hafa kallað tvo kennara á teppið eftir að eiginkona hans heyrði þá gagnrýna hann í heitum potti

Segir Ársæl hafa kallað tvo kennara á teppið eftir að eiginkona hans heyrði þá gagnrýna hann í heitum potti
Fréttir
Í gær

Rannsökuðu heimabanka manns og segja hann hafa selt fíkniefni fyrir sex og hálfa milljón

Rannsökuðu heimabanka manns og segja hann hafa selt fíkniefni fyrir sex og hálfa milljón