fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. desember 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnarandstaðan á Alþingi er að ljúga að landsmönnum að meti Þórðar Snæs Júlíussonar, framkvæmdastjóra þingflokks Samfylkingarinnar. Hann segir í grein sem hann birtir hjá Vísi í dag að annaðhvort sé stjórnarandstaðan átakanlega illa upplýst eða sé hreinlega vísvitandi að dreifa röngum og misvísandi upplýsingum um þingmál.

„Kannski er það vegna þess að minnihlutinn skilur raunverulega ekki málin sem hann er að fjalla um. Ef svo er þá er það ekki gott fyrir neinn, vegna þess að það er ábyrgðarhlutverk að sitja á þingi. Líklegra er þó að þetta sé gert af ásetningi.“

Er verið að afnema samsköttun?

Þórður bendir á að fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafi undanfarið haldið því fram að ríkisstjórnin sé að afnema samsköttun. Af málflutningi andstöðunnar megi ráða að til standi að banna sambúðarfólki að telja saman fram til skatts. Raunin er þó önnur. Til stendur að afnema skattalega ívilnun til sambúðarfólks þar sem annar aðilinn hefur tekjur í efsta skattþrepi en hinn ekki. Í slíkum tilvikum hefur tekjuhærri aðilinn getað nýtt sér skattþrep sambúðarmaka til að komast upp með að borga lægri skatta. Til að eiga möguleika á þessu þarf sá tekjuhærri að vera með minnst 1.325 þúsund krónur í mánaðarlaun.

„Þetta hafa stjórnarandstæðingar kallað afnám samsköttunar, líkt og hjón og sambúðarfólk geti þá ekki lengur talið saman fram til skatts. Þetta er ósatt. Þvæla.“

Er verið að afnema persónuafslátt?

Stjórnarandstaðan hafi gefið til kynna að til standi að afnema almennt persónuafslátt landsmanna. Hið rétta sé að til standi að afnema tvöfaldan skattaafslátt fjármagnseigenda sem geta nýtt sér bæði persónuafslátt og frítekjumark til frádráttar. Þórður minnir á að 70 prósent allra fjármagnstekna fara til ríkustu 10 prósenta landsmanna. Þetta eru um 250 milljarðar árlega og þessi hópur þurfi ekki tvöfaldan skattaafslátt sem venjulegu fólki stendur ekki til boða.

„Ýmsir stjórnarandstæðingar hafa, með fullri meðvitund, reynt að segja almenningi að í þessari aðgerð felist afnám persónuafsláttar almennt, þegar í henni felast engin áhrif á fólk sem þiggur laun fyrir sína vinnu. Þetta er ósatt. Þvæla.“

Er ríkisstjórnin að stela af okkur ofgreiddum skatti?

Nýjasta útspil stjórnarandstöðunnar sé að saka ríkisstjórnina um að ætla að svipta fólk þeim rétti að fá ofgreidda skatta endurgreidda. Raunin sé sú að hér standi annars vegar til að gefa skattgreiðendum skýrari rétt til að leita með mál sín til yfirskattanefndar. Hins vegar varði breytingin að ekki sé verið að krefja fólk um endurgreiðslu á óverulegum fjárhæðum og gömlum skuldum nema þegar um verulega hagsmuni sé að ræða. Það sama eigi við um skattinn – honum verði heimilt að synja beiðni um leiðréttingu ef um er að ræða lága fjárhæð eða gamla kröfu. Þetta breyti þó engu um leiðréttinguna sem fer árlega fram í kjölfar skila á skattframtali.

„Það er, með öðrum orðum, ekki verið að taka krónu af neinum heldur verið að færa skattgreiðendum aukin réttindi. Þetta á minnihlutinn á Alþingi að vita. Samt kýs hann að segja ósatt um málið. Þvæla það.“

Þórður Snær bendir á að það kallist upplýsingaóreiða þegar röngum eða misvísandi upplýsingum er deilt til að valda skaða eða rugla umræðu. Þetta sé orðið viðurkennt tól í nútímastjórnmálum og stjórnarandstaðan ætli greinilega að nota þetta óspart. Þórður Snær kýs að líta á þetta sem ákveðna viðurkenningu um störf meirihlutans því ef stjórnarandstaðan þarf að ljúga um stefnumálin þá sé varla mikið út á þau að setja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Unnar sleit sér út fyrir Autopark en hefur ekki fengið útborgað – „Ég get ekki borgað reikninga, ég get ekki keypt jólagjafir“

Unnar sleit sér út fyrir Autopark en hefur ekki fengið útborgað – „Ég get ekki borgað reikninga, ég get ekki keypt jólagjafir“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögreglan óskar eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi

Lögreglan óskar eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vill leyfa ríkisstarfsmönnum að vinna lengur

Vill leyfa ríkisstarfsmönnum að vinna lengur
Fréttir
Í gær

„Ég reikna með að sumt komi fólki á óvart“

„Ég reikna með að sumt komi fólki á óvart“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg hættir hjá Samtökunum ‘78 aftur – „Finn að það er kominn tími á breytingar“

Þorbjörg hættir hjá Samtökunum ‘78 aftur – „Finn að það er kominn tími á breytingar“