fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. desember 2025 15:30

Mohamad Kourani í Héraðsdómi Reykjaness árið 2024. Mynd: DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sýrlendingurinn Mohamad Kourani var í byrjun þessarar viku vistaður á almennum gangi í Fangelsinu Hólmsheiði eftir að hafa verið áður í einangrun. Þar áður var hann vistaður á réttargeðdeildinni á Kleppi. Eftir flutninginn þaðan á Hólmsheiði var Kourani fyrst í einangrun en var síðan látinn á almennan gang.

Samkvæmt heimildum DV eru tveir af föngunum sem vistaðir eru á sama gangi eldri menn sem þjást af Alzheimer og eru því ófærir um að verja hendur sínar en Kourani er alræmdur fyrir ofbeldishegðun. Hann var árið 2024 dæmdur í 8 ára fangelsi fyrir manndrápstilraun í OK Market að Hlíðarenda og fjölmörg önnur brot. Hann er einnig alræmdur fyrir að standa í hótunum og ofsóknum gagnvart fólki og skal frægasta þar telja Helga Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknara, sem mátti þola hótanir hans árum saman og þurfti að koma sér upp eftirlits- og öryggibúnaði við heimili sitt.

Samfangar Kouranis halda því fram að hegðun hans hafi verið bærileg undanfarið þar sem hann sé á mjög sterkum lyfjum. Nýlega hafi hann hins vegar sleppt því að taka lyfin en látist vera lyfjaður. Þetta er ekki fyllilega staðfest. Ennfremur benda fangar á að um helmingur fangavarða á Hómsheiði séu konur sem myndu ekki hafa roð við Kourani í ham. Kourani hefur meðal annars gerst sekur um margítrekað ofbeldi innan fangelsismúra.

DV bar þetta allt saman undir Birgi Jónasson fangelismálastjóra. Hann svaraði því til að hann gæti ekki tjáð sig um einstök mál en fullvissaði blaðamann um að fangaverðir landsins væru í stakk búnir til að leysa öryggisáskoranir sem koma upp:

„Fangaverðir af öllum kynjum eru í stakk búnir til að takast á við hvers kyns aðstæður sem upp koma í fangelsum landsins,“ segir í svari Birgis við fyrispurn DV.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Bragi Valdimar ekki sáttur: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Bragi Valdimar ekki sáttur: „Þetta eru mikil vonbrigði“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Eins og úr hryllingsmynd“

„Eins og úr hryllingsmynd“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Maðurinn aftur í gæsluvarðhald

Mannslát á Kársnesi: Maðurinn aftur í gæsluvarðhald
Fréttir
Í gær

„Þetta er alveg skelfilegur hræðsluáróður sem stenst enga skoðun“

„Þetta er alveg skelfilegur hræðsluáróður sem stenst enga skoðun“
Fréttir
Í gær

Tölvuárás á Grundarheimilin

Tölvuárás á Grundarheimilin