fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Mannslát á Kársnesi: Hinn látni var með stunguáverka

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. desember 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástæðan fyrir því að 29 ára gamall grískur maður var aftur handtekinn og úrskurðaður gæsluvarðhald eftir að hafa verið látinn laus, í tengslum við rannsókn á mannsláti á Kársnesi í Kópavogi, var sú að önnur lífsýni en úr hinum látna fundust á hníf sem talið er að hinn látni hafi verið stunginn með.

Þetta kemur fram í frétt RÚV um málið.

Hið ókunna lífsýni á hnífnum var sent með hraðsendingu til Svíþjóðar til frekari rannsókna og þegar þær niðurstöður liggja fyrir verður tekin ákvörðun um næstu skref í rannsókninni.

Gríski maðurinn neitar sök í málinu og hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar.

Brotaþolinn fannst látinn íbúð sinni sunnudaginn 30. nóvember. Samkvæmt heimildum RÚV fór nákominn aðili að undrast um hann eftir að hafa ekki náð sambandi við hann í einn og hálfan sólarhring. Hinn látni var með nokkra stunguáverka og í fyrstu taldi lögregla líklegt að hann hefði veitt sér áverkana sjálfur.

Nokkrum dögum síðar var gríski maðurinn hins vegar handtekinn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Rannsökuðu heimabanka manns og segja hann hafa selt fíkniefni fyrir sex og hálfa milljón

Rannsökuðu heimabanka manns og segja hann hafa selt fíkniefni fyrir sex og hálfa milljón
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

„Eins og úr hryllingsmynd“

„Eins og úr hryllingsmynd“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslendingar eyddu þetta miklu á OnlyFans árið 2025

Íslendingar eyddu þetta miklu á OnlyFans árið 2025
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lögreglan óskar eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi

Lögreglan óskar eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi
Fréttir
Í gær

Birgir tekur tímabundið við af Jóni Viðari sem slökkviliðsstjóri

Birgir tekur tímabundið við af Jóni Viðari sem slökkviliðsstjóri
Fréttir
Í gær

Myndbandið sem hefur slegið í gegn á TikTok – „Endurspeglar þjóðarsálina“

Myndbandið sem hefur slegið í gegn á TikTok – „Endurspeglar þjóðarsálina“