fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Kjartan ómyrkur í máli: „Eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. desember 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ljóst er að endurbyggingin er eitt mesta klúður í byggingarsögu Reykjavíkurborgar,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Kjartan óskaði eftir svörum um áfallinn og sundurliðaðan heildarkostnað vegna endurbyggingar Brákarborgar við Kleppsveg og er hann nú kominn í 3.202 milljónir króna. Kjartan segir að kostnaðurinn eigi enn eftir að hækka þar sem framkvæmdir standa enn yfir, en áætlað er að þeim ljúki í mars næstkomandi.

Það var árið 2020 að meirihluti Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og VG samþykkti að festa hús á Kleppsvegi 150-152 í því skyni að breyta því í leikskóla. Kjartan rifjar upp að kaupverðið hafi verið 642 milljónir króna og áætlaður kostnaður við breytingar yrði um 600 milljónir króna.

„Aldrei hætta að þora“

„Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vöruðu við kaupunum. Bentu þeir á að húsnæðið væri í slæmu ástandi, endurbætur yrðu mjög dýrar og því yrði endanlegur kostnaður afar mikill,“ segir hann í grein sinni í Morgunblaðinu.

„Leikskóli var opnaður í húsinu haustið 2022 þótt framkvæmdir stæðu þá enn yfir. Við vígsluna hlaut borgin „grænu skófluna“ fyrir verkefnið frá samtökum, sem borgin stendur sjálf að. Við afhendinguna var tekið fram að húsið væri byggt með framúrskarandi sjálfbærum hætti og verðug fyrirmynd fyrir endurbyggingu eldri mannvirkja í framtíðinni,“ segir hann.

Kjartan rifjar upp að Dagur B. Eggertsson, þáverandi borgarstjóri, hafi hreykt sér af vel heppnaðri framkvæmd í færslu á Twitter. „Þar kom fram að varað hefði verið við því að framkvæmdin yrði áhættusöm og dýr. „Aldrei hætta að þora!“ stóð í færslu Dags. Óhætt er að fullyrða að áðurnefndar hrakspár hafi ræst,“ segir Kjartan en eins og kunnugt er komu í ljós sprungur í hleðsluveggjum fljótlega eftir opnun leikskólans.

„Í ljós kom að byggingin fullnægði ekki opinberum jarðskjálftastöðlum, hvorki fyrir né eftir framkvæmdir. Húsið var rýmt og ráðist í víðtækar lagfæringar og endurbætur á því. Sú lagfæring stendur enn yfir og mun ekki ljúka fyrr en á næsta ári,“ segir Kjartan.

Víti til varnaðar

Hann vísar svo í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um málið sem kom út í maí og segir að hún hafi verið áfellisdómur yfir stjórnsýslu borgarinnar og þeim stjórnmálamönnum sem bera ábyrgð á verkefninu.

„Vonandi tekst að ljúka framkvæmdum við Brákarborg án mikils viðbótarkostnaðar og gera leikskólann vel úr garði. Þó verður að spyrja að leikslokum í þeim efnum. Ljóst er að verkefnið er víti til varnaðar fyrir borgarkerfið en ekki síður borgarstjórn. Upplýst hefur verið að á verktíma voru stjórnendur hjá borginni undir miklum pólitískum þrýstingi að ljúka framkvæmdum sem fyrst, sem kom niður á gæðum verksins. Ljóst er að sá þrýstingur hefur kostað reykvíska skattgreiðendur gífurlegt fé.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Unnar sleit sér út fyrir Autopark en hefur ekki fengið útborgað – „Ég get ekki borgað reikninga, ég get ekki keypt jólagjafir“

Unnar sleit sér út fyrir Autopark en hefur ekki fengið útborgað – „Ég get ekki borgað reikninga, ég get ekki keypt jólagjafir“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögreglan óskar eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi

Lögreglan óskar eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vill leyfa ríkisstarfsmönnum að vinna lengur

Vill leyfa ríkisstarfsmönnum að vinna lengur
Fréttir
Í gær

„Ég reikna með að sumt komi fólki á óvart“

„Ég reikna með að sumt komi fólki á óvart“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg hættir hjá Samtökunum ‘78 aftur – „Finn að það er kominn tími á breytingar“

Þorbjörg hættir hjá Samtökunum ‘78 aftur – „Finn að það er kominn tími á breytingar“