fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Davíð Bergmann ósáttur við Hrafnistu – „Móðir mín í þrjár vikur án baðs“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. desember 2025 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Bergmann, áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður, er afar ósáttur við viðtal á Bylgjunni í vikunni við Maríu Fjólu Harðardóttur , forstjóra hjúkrunarheimilisins Hrafnistu, um meintan skort á þvotti heimilsmanna á hjúkrunarheimilum.

Hafa komið fram ásakanir um að heimilisfólk sé ekki baðað vikum saman. María Fjóla sagði á Bylgjunni að slíkar sögur væru mýtur sem ættu ekki við rök að styðjast. Viðtalið reitti Davíð til reiði og hann segir í aðsendri grein á Vísir.is það vera staðfest að það hafi farist fyrir að baða móður hans í þrjár vikur:

„Þetta eru undirmannaðar stofnanir og stærsti hluti starfsmanna er af erlendum uppruna, og auðvitað höfum við skilning á því upp að ákveðnu marki. En ástandið hjá minni eigin móður varð til þess að mælirinn sprakk.

Að hún hafi ekki fengið bað í þrjár vikur, og ég efast ekki um orð hennar. Bróðir minn fór í málið og fékk það staðfest að vegna mistaka hafi það klikkað. Þetta mynstur er ítrekað; áður hafði stofnunin neitað atviki harðlega, aðeins til þess að koma í ljós við rannsókn að mamma væri ekki að ljúga.

Ég ætlaði ekki að opna þetta mál aftur, því menn fóru nánast niður á knén og báðust afsökunar – en í ljósi þess sem var haldið fram í þættinum í gær og í ljósi áratugalangrar baráttu okkar við þetta rotna kerfi er ég kominn alveg upp í kok af þessu (við vorum búin að fara í gegnum það sama með föður okkar sem fékk tvær vikur á hjúkrunarheimili áður en hann dó!), þá get ég ekki þagnað.“

Davíð segir ennfremur:

„Móðir mín, 84 ára, er að berjast við þrálátan kvilla sem tengist þrifum. Hún hefur orðið fyrir þeirri niðurlægingu að vera þvegin í klofinu af karlmanni, innflytjanda sem varla talar íslensku á meðan hún getur ekki talað ensku sjálf. Það er ekki það að innflytjendur vinni þessa vinnu, heldur að henni hafi ekki verið sýnd sú virðing að kona hafi tekið þetta að sér. Það er óvirðing og með hreinum ólíkindum að þetta hafi gerst. Ég geri mér fulla grein fyrir því að yfirgnæfandi meirihluti starfsmanna eru erlendir ríkisborgarar en það sem er ekki hægt að sætta sig við er að sannleikurinn var ekki sagður til að byrja með og þess vegna er virðingin farin og samskiptin brostin.

Svo þegar hún segir mér að bað hafi farið forgörðum í vikur – miðað við hinn atburðinn þar sem stofnunin reyndi fyrst að kveða niður sannleikann – þá rengi ég hana ekki.“

Greinina má lesa hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vilhjálmur til OK
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rannsökuðu heimabanka manns og segja hann hafa selt fíkniefni fyrir sex og hálfa milljón

Rannsökuðu heimabanka manns og segja hann hafa selt fíkniefni fyrir sex og hálfa milljón
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Jólastemning í Bónus í Kauptúni

Jólastemning í Bónus í Kauptúni
Fréttir
Í gær

Unnar sleit sér út fyrir Autopark en hefur ekki fengið útborgað – „Ég get ekki borgað reikninga, ég get ekki keypt jólagjafir“

Unnar sleit sér út fyrir Autopark en hefur ekki fengið útborgað – „Ég get ekki borgað reikninga, ég get ekki keypt jólagjafir“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Í gær

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Í gær

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Í gær

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu