

Brú Talent ehf. hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé Geko Consulting ehf. Bæði félög starfa í ráðningar- og ráðgjafarþjónustu. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu.
Brú Talent sérhæfir sig í ráðningum stjórnenda og reyndra sérfræðinga og þjónustar mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. Geko hefur verið leiðandi í tæknilegum ráðningum og starfar náið með fjölda tækni-, sprota- og vaxtafyrirtækja.
Kristján Pétur Sæmundsson, stofnandi Brú Talent verður framkvæmdastjóri beggja félaga.
„Geko hefur skapað sér traust orðspor fyrir fagmennsku og framúrskarandi þjónustu. Félögin starfa á sambærilegum sviðum en með ólíkar áherslur, sem skapar spennandi tækifæri til að nýta sameiginlega styrkleika til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar.“