

Vísar hann þarna í þá ákvörðun RÚV að leita til fyrirtækis í Hollandi um gerð nýs fréttastefs.
Morgunblaðið greindi frá málinu í gær en fram kom að hollenska fyrirtækið Pure Jingles hefði verið fengið í verkið. Við það tilefni sagði Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, að um væri að ræða sérfræðinga í faginu sem RÚV hefði áður unnið með. „Þess vegna leituðum við til þeirra,“ sagði hann.
Bragi Valdimar er ekki ánægður með þetta eins og sést glögglega í viðtalinu við hann í Morgunblaðinu í dag.
„Þetta eru mikil vonbrigði. Við viljum að leita sé til íslensks tónhöfundar og það gildir sérstaklega um RÚV. Þetta er spurning um samfélagslega ábyrgð og sama gildir almennt með ríki og borg. Ekki veitir af,“ segir hann í samtali við blaðið.
Bragi reiknar með að málið verði rætt á fundi Stefs á morgun.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.