fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Bragi Valdimar ekki sáttur: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. desember 2025 08:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum ekki hrifin af þessari þróun,“ segir Bragi Valdimar Skúlason, formaður stjórnar Félags tónskálda og textahöfunda (FTT), í samtali við Morgunblaðið í dag.

Vísar hann þarna í þá ákvörðun RÚV að leita til fyrirtækis í Hollandi um gerð nýs fréttastefs.

Morgunblaðið greindi frá málinu í gær en fram kom að hollenska fyrirtækið Pure Jingles hefði verið fengið í verkið. Við það tilefni sagði Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, að um væri að ræða sérfræðinga í faginu sem RÚV hefði áður unnið með. „Þess vegna leituðum við til þeirra,“ sagði hann.

Bragi Valdimar er ekki ánægður með þetta eins og sést glögglega í viðtalinu við hann í Morgunblaðinu í dag.

„Þetta eru mikil vonbrigði. Við viljum að leita sé til íslensks tónhöfundar og það gildir sérstaklega um RÚV. Þetta er spurning um samfélagslega ábyrgð og sama gildir almennt með ríki og borg. Ekki veitir af,“ segir hann í samtali við blaðið.

Bragi reiknar með að málið verði rætt á fundi Stefs á morgun.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Þetta er alveg skelfilegur hræðsluáróður sem stenst enga skoðun“

„Þetta er alveg skelfilegur hræðsluáróður sem stenst enga skoðun“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tölvuárás á Grundarheimilin

Tölvuárás á Grundarheimilin
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Myndbandið sem hefur slegið í gegn á TikTok – „Endurspeglar þjóðarsálina“

Myndbandið sem hefur slegið í gegn á TikTok – „Endurspeglar þjóðarsálina“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gagnrýnir framgöngu Heimis Más í Silfrinu – „Það kemur aldrei vel út“

Gagnrýnir framgöngu Heimis Más í Silfrinu – „Það kemur aldrei vel út“
Fréttir
Í gær

Ungur maður á Akranesi handtekinn í nótt, grunaður um nauðgun – Sótti stúlku til Hafnarfjarðar

Ungur maður á Akranesi handtekinn í nótt, grunaður um nauðgun – Sótti stúlku til Hafnarfjarðar
Fréttir
Í gær

Ofurflensa herjar á Evrópu -Hvetja til grímunotkunar og Covid-hegðunar

Ofurflensa herjar á Evrópu -Hvetja til grímunotkunar og Covid-hegðunar
Fréttir
Í gær

Marko fékk þungan dóm

Marko fékk þungan dóm
Fréttir
Í gær

Guðný segir að til að forðast áreiti gefi sumar konur upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu

Guðný segir að til að forðast áreiti gefi sumar konur upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu