fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 11. desember 2025 14:51

Stefán Jökull Stefánsson, stjórnarformaður Krítu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjártæknifyrirtækið Kríta hefur kynnt til leiks nýja fjármögnunarleið fyrir fasteignaeigendur á íslenskum leigumarkaði. Lausnin býður upp á eitthvað sem hingað til hefur ekki staðið til boða: að fá allt að 12 mánaða framtíðarleigutekjur greiddar út í einu lagi. Með því geta fasteignaeigendur losað bundið fé strax, í stað þess að bíða mánuðum saman eftir mánaðarlegum greiðslum.

,,Þetta er að okkar mati tímabær fjármögnunarleið fyrir fasteignaeigendur á íslenskum leigumarkaði. Við sjáum skýrt að eigendur með stöðugt og traust leigusamband lenda oft í lausafjárskorti þegar kemur að endurbótum eða stærri fjárfestingum. Þessi nýja leið okkar leysir það vandamál. Þetta er einföld, hröð og gagnsæ lausn fyrir einstaklinga og fyrirtæki með þinglýstan leigusamning,“ segir Stefán Jökull Stefánsson, stjórnarformaður Krítu í tilkynningu.

Kríta kaupir framtíðarleigutekjur fasteignaeigenda sem nemur allt að 8 milljónum króna á hvern samning og umsóknir eru afgreiddar hratt. Matið byggir meðal annars á staðfestum leigusamningi, greiðslusögu og stöðu leigusambands. Að sögn Stefáns hefur eftirspurn þegar aukist, sérstaklega frá eigendum sem eru að stækka eignasöfn sín, ráðast í uppfærslur á íbúðum eða tryggja fjármagn fyrir stærri verkefni.

„Það eru um tugir þúsunda leigusamninga í gangi í hverjum mánuði á Íslandi. Þetta er stór og virkur markaður og við finnum mjög skýrt að þörfin fyrir svona lausn er raunveruleg. Fasteignaeigendur á íslenskum leigumarkaði eru stór hópur og við viljum með þessu koma til móts við þá og gefa þeim tækifæri á að nálgast fjármagn með einföldum og hröðum hætti til að geta fjárfest eða gert endurbætur á húsnæði.“

Nýja varan er jafnframt hluti af stærri vegferð Kríta í átt að aukinni nýsköpun í þjónustu.

„Við höfum áður bent á að lítil nýsköpun hafi átt sér stað í þjónustu til fyrirtækja og einstaklinga. Það er að breytast. Við erum markvisst að þróa nýjar lausnir þar sem einfaldleiki, hraði og gagnsæi eru í forgrunni og fleiri spennandi vörur eru á leiðinni,“ segir Stefán.

Kríta samdi fyrr á árinu við evrópska sjóðinn Win Yield General Partners um fjögurra milljarða króna fjármögnun, sem hefur aukið þjónustugetu fyrirtækisins verulega. Um þessar mundir bætast að meðaltali tvö ný fyrirtæki við þjónustu Krítu á dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vilhjálmur til OK
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rannsökuðu heimabanka manns og segja hann hafa selt fíkniefni fyrir sex og hálfa milljón

Rannsökuðu heimabanka manns og segja hann hafa selt fíkniefni fyrir sex og hálfa milljón
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Jólastemning í Bónus í Kauptúni

Jólastemning í Bónus í Kauptúni
Fréttir
Í gær

Unnar sleit sér út fyrir Autopark en hefur ekki fengið útborgað – „Ég get ekki borgað reikninga, ég get ekki keypt jólagjafir“

Unnar sleit sér út fyrir Autopark en hefur ekki fengið útborgað – „Ég get ekki borgað reikninga, ég get ekki keypt jólagjafir“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Í gær

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Í gær

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Í gær

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu