fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Segir Ársæl hafa kallað tvo kennara á teppið eftir að eiginkona hans heyrði þá gagnrýna hann í heitum potti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 10. desember 2025 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla, hefur verið á margra vörum í kjölfar þeirra ákvörðunar menntamálaráðherra, Guðmundar Inga Kristinssonar, að endurskipa henn ekki í embætti næsta haust heldur auglýsa stöðuna. Ársæll hefur verið í embætti í tíu ár en skipað er til fimm ára í senn. Ársæll benti á að hann ætti flekklausan feril að baki og staðhæfði að ákvörðunin væri runnin undan rifjum Ingu Sæland ráðherra í tengslum við skóparsmálið fræga en Inga hringdi sem frægt varð í Ársæl vegna glataðs skópars barnabarns hennar og hefur Ársæll farið hörðum orðum um símtalið.

DV hefur ekki gögn og upplýsingar til að meta stuðning við Ársæl innan Borgarholtsskóla en ljóst er þó að hann er umdeildur. Hafa nokkrir núverandi og fyrrverandi kennarar við skólann komið að máli við DV og lýst yfir mikilli óánægju með stjórnunarhætti hans og segja þá einkennast af yfirgangi og sjálfsdýrkun.

Á starfsmannafundi í skólanum síðasta mánudag var ekki lögð fram stuðningsyfirlýsing við Ársæl þó að tveir kennarar í hópnum sæktust eftir því.

Sjá einnig: Ársæll reiður yfir fréttaflutningi DV og segir uppljóstrara vera í kennarahópnum

Einn hinn óánægðu kennara er Bryndís Valberg, sem er í veikindaleyfi vegna krabbameinsmeðferðar. Bryndís er jafnframt fyrrverandi formaður kennarafélags Borgarholtsskóla. Bryndís kærði Ársæl til Menntamálaráðuneytisins fyrir einelti en ráðuneytið úrskurðaði að um skoðanaágreining hefði verið að ræða. Hefur Bryndís áfrýjað þeirri ákvörðun til Umboðsmanns Alþingis.

Bryndís hefir einnig kært til Persónuverndar meðferð á persónuupplýsingum sínum í tengslum við, að hennar sögn, tilhæfulausa kvörtun nemanda gagnvart henni sem hún segir hafa verið nafnlausan rógburð.

Ljóst er að eitthvað hefur gengið á í skólanum í gegnum embættisferil  Ársæls ef sambandið milli hans og formmanns kennarafélags skólans hefur verið með þessum hætti.

Örlagaríkt spjall í heitum potti

Bryndís segir í samtali við DV að gagnrýni sem tveir kennarar viðruðu í tveggja kvenna tali sínu í heitum potti í Grafarvogslaug hafi leitt til þess að báðar voru teknar á teppið hjá Ársæli og önnur hrökklaðist úr starfi. Eiginkona Ársæls var stödd í heita pottinum og hlýddi á tal kennaranna.

„Hann frétti af þessum samræðum vegna þess að eiginkona hans var í þessum heita potti og hlustaði á samræðurnar. Ársæll kallað annan kennarann til sín á teppið, því eiginkonan vissi nafnið hennar. Ársæll linnti ekki látum fyrr en hún gaf upp nafnið á hinum kennaranum. Sá kennari hrökklaðist úr stöðunni sinni nokkrum dögum síðar vegna þess að hún svaraði fyrir sig. Henni var gert að segja upp á miðri önn. Hún er nú kennari í öðrum framhaldsskóla og er ekki sátt við Ársæl. Svona er egóið hans yfirþyrmandi,“ segir Bryndís.

DV bar þessa frásögn undir Ársæl með skriflegri fyrirspurn. Fyrirspurninni var ekki svarað fyrir birtingu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

„Þetta er alveg skelfilegur hræðsluáróður sem stenst enga skoðun“

„Þetta er alveg skelfilegur hræðsluáróður sem stenst enga skoðun“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ragnar H. Hall hættur í lögmennsku

Ragnar H. Hall hættur í lögmennsku
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Orð Egils vekja kátínu – „Telst þá ekki vera hæð – eða hvað?“

Orð Egils vekja kátínu – „Telst þá ekki vera hæð – eða hvað?“