
29 ára gamall grískur maður var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. desember, á grundvelli rannsóknarhagsmuna, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknar á mannsláti á Kársnesi í Kópavogi í lok nóvember.
Þetta er sami maður og var áður hnepptur í gæsluvarðhald vegna rannsóknar málsins en var látinn laus í gær.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni og þar segir að framvinda rannsóknar málsins hafi leitt til þess að maðurinn var handtekinn aftur og krafist gæsluvarðhalds yfir honum.
Hinn látni var fertugur maður frá Portúgal. Fyrir liggur að mennirnir tveir þekktust. Samkvæmt frétt RÚV á dögunum voru áverkar á líki hins látna.