fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. desember 2025 09:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danskur námsmaður gaf sæði til Evrópska sæðisbankans í Kaupmannahöfn árið 2005 og síðan þá hafa 197 börn verið getin með sæði hans, þar með talið á Íslandi. Árið 2023 kom í ljós að gjafinn er með sjaldgæfa genastökkbreytingu sem veldur mikilli hættu á krabbameini. Frá þessu greinir RÚV sem hefur í samstarfi við rannsóknarblaðamenn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva í 14 löndum rakið útbreiðslu sæðisins. Gjafinn kallast Kjeld og mál hans teygir sig um alla Evrópu, enda hefur sæði hans verið sent til 67 frjósemisstofa í 14 löndum, þar með talið til Íslands.

Börnin eru orðin minnst 197 og þurfa nú öll að undirgangast genarannsókn. Hafi börnin erft stökkbreytinguna eru yfirgnæfandi líkur á að þau fái krabbamein á lífsleiðinni og eignist þau sjálf börn eru um 50 prósent líkur á að börn þeirra erfi stökkbreytinguna. Ekki hefur tekist að ná í allar fjölskyldur sem málið varðar en að sögn BBC sem fjallar líka um málið hafa 23 barnana greinst með stökkbreytinguna og 10 þeirra hafa þegar greinst með krabbamein og einhver hafa þegar látið lífið.

Nánar verður fjallað um málið í Kastljósi í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð
Fréttir
Í gær

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina
Fréttir
Í gær

Elín segist ítrekað upplifa hroka og leiðindi þegar hún leitar sér aðstoðar

Elín segist ítrekað upplifa hroka og leiðindi þegar hún leitar sér aðstoðar