fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Íslendingar eyddu þetta miklu á OnlyFans árið 2025

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. desember 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar voru graðari í ár heldur en í fyrra ef marka má gögn um neyslu landsmanna á vefsíðunni alræmdu, OnlyFans. Íslendingar eyddu tæpum 253 milljónum á árinu samanborið við 223,5 milljónir á síðasta ári en aukningin nemur rúmum 12 prósentum. Þetta kemur fram hjá onlyguider.com.

Íslendingar eru þó ekki graðasta Norðurlandaþjóðin. Það eru Finnar hins vegar en miðað við höfðatölu eyddu þeir mest Evrópuþjóða á OnlyFans árið 2025. Noregur situr svo í 13. sæti listans og Danmörk í 14. sæti. Ísland er í 17. sæti og Svíar reka svo lestina í 20. sæti.

Sú Evrópuþjóð sem eyddi mest í heildina á árinu voru Bretar en þeir eyddu tæpum 70 milljörðum. Það voru svo Bandaríkjamenn sem eyddu mest allra þjóða árið 2025, en þeir eyddu 346 milljörðum króna.

OnlyFans er vefsíða þar sem notendur geta selt efni til áskrifenda gegn gjaldi. Allur gangur er á því hvers konar efni er deilt á síðunni, en frægust er hún fyrir klámfengið eða erótískt myndefni.

Áskrifendur greiða mánaðarlegt gjald og fá þar með aðgang að almennri síðu notandans. Síðan er hægt að kaupa meira efni, oft djarfara eða grófara efni, gegn aukalegu gjaldi. Áskrifendur geta einnig lagt fram beiðnir gegn gjaldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Myndbandið sem hefur slegið í gegn á TikTok – „Endurspeglar þjóðarsálina“

Myndbandið sem hefur slegið í gegn á TikTok – „Endurspeglar þjóðarsálina“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Gagnrýnir framgöngu Heimis Más í Silfrinu – „Það kemur aldrei vel út“

Gagnrýnir framgöngu Heimis Más í Silfrinu – „Það kemur aldrei vel út“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sendi grófar líflátshótanir á barnsmóður sína og smánaði fjölskyldu hennar – „Ég ætla að grafa upp afa þinn“

Sendi grófar líflátshótanir á barnsmóður sína og smánaði fjölskyldu hennar – „Ég ætla að grafa upp afa þinn“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Var neitað um örorkulífeyri því að Úkraínumenn teljast ekki eiginlegir flóttamenn á Íslandi

Var neitað um örorkulífeyri því að Úkraínumenn teljast ekki eiginlegir flóttamenn á Íslandi
Fréttir
Í gær

Marko fékk þungan dóm

Marko fékk þungan dóm
Fréttir
Í gær

Guðný segir að til að forðast áreiti gefi sumar konur upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu

Guðný segir að til að forðast áreiti gefi sumar konur upp karlmannsnafn þegar þær panta mat á netinu