fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Birgir tekur tímabundið við af Jóni Viðari sem slökkviliðsstjóri

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. desember 2025 10:34

Jón Viðar Matthíasson. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Viðar Matthíasson hefur tekið við fullu starfi sem framkvæmdastjóri almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins, tímabundið til eins árs.

Með ráðningu Jóns Viðars er markmiðið að efla starf og skipulag almannavarna höfuðborgarsvæðisins. Birgir Finnsson varslökkviliðsstjóri verður settur slökkviliðsstjóri á meðan.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá slökkviliðinu.

Jón Viðar hefur starfað sem slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu og samhliða því verið framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins í yfir 20 ár.

„Ég segi stundum að slökkviliðsstjórinn hafi verið sýnilegri út á við, en starfið sem framkvæmdastjóri almannavarnanefndar er ekki síður mikilvægt. Nú fæ ég tækifæri til að sinna því af fullum þunga á næsta ári, sem er virkilega ánægjulegt.“ segir Jón Viðar í tilkynningu sem barst fjölmiðlum í morgun.

Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins (AHS) er sameiginleg nefnd þeirra sjö sveitarfélaga sem mynda höfuðborgarsvæðið. Meginhlutverk hennar að efla samstarf og samhæfingu sveitarfélaganna þannig að þau séu sem best undirbúin að sinna skyldum sínum á öllum stigum almannavarna og veita íbúum grunnþjónustu sem er svo mikilvæg fyrir okkar daglega líf svo ekki sé talað um á hættustundu.

„Covid-faraldurinn og atburðir í tengslum við eldsumbrot á Reykjanesskaga hafa sýnt nauðsyn þess að almannavarnir séu vel skipulagðar. Gott samstarf og samhæfing skilaði góðum árangri í covid-faraldrinum. Jón Viðar sem framkvæmdastjóri almannavarnanefndar leiddi þetta samstarf ásamt neyðarstjórnum hvers sveitarfélags í góðu samstarfi við ríkisstofnanir. Nú viljum við efla þetta starf enn frekar og teljum Jón Viðar rétta manninn til að leiða þá vinnu og tryggja að höfuðborgarsvæðið sé í stakk búið til að takast á við þær áskoranir sem upp kunna að koma,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður stjórnar almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins, í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð
Fréttir
Í gær

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina
Fréttir
Í gær

Elín segist ítrekað upplifa hroka og leiðindi þegar hún leitar sér aðstoðar

Elín segist ítrekað upplifa hroka og leiðindi þegar hún leitar sér aðstoðar