fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. desember 2025 10:56

Erla Gerður Sveinsdóttir, Sólrún Ólína Sigurðardóttir og Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir eru meðal höfunda greinarinnar í Morgunblaðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisstarfsfólk og meðlimir í stjórn Félags fagfólks um offitu, FFO, segja að það sé mikilvægt að fjalla um offitu án fordóma.

Rut Eiríksdóttir, Gréta Jakobsdóttir, Guðrún Þuríður öskuldsdóttir, Erla Gerður Sveinsdóttir, Edda Ýr Guðmundsdóttir, Sigrún Kristjánsdóttir, Sólrún Ólína Sigurðardóttir og Tryggvi Helgason eru höfundar greinar í Morgunblaðinu í morgun.

Nýleg skýrsla um vaxandi líkamsþyngd Íslendinga hefur vakið mikla athygli og fengið margvísleg viðbrögð í samfélaginu. Umræðan hefur bæði beinst að mælikvarðanum sem var notaður, en einnig hafa blossað upp miklir fordómar. Þau segja að það sé mikilvægt að tala um málefnið af fagmennsku, virðingu og á grunni þekkingar.

„Nýlega birtist skýrsla sem sýndi að Íslendingar eru að þyngjast. Ofþyngd og offita er til staðar hjá um 70% þjóðarinnar. Áhugavert hefur verið að fylgjast með viðbrögðum við þessum tíðundum,“ skrifa þau í greininni.

Mælikvarðinn var BMI-líkamsþyngdarstuðullinn og hafa margir velt fyrir sér hvort notkun hans sé réttmæt, en stuðullinn hefur verið umdeildur um árabil.

„Mikilvægt er að átta sig á að þessi mælikvarði er hvorki ætlaður til mats á heilsu einstaklinga eða hópa. Hann segir ekki til um hvernig líkami er samsettur og ber að túlka í samhengi við aðrar heilsutengdar upplýsingar hjá hverjum einstaklingi,“ segir hópurinn og heldur áfram:

„Þetta eru þó saklausar vangaveltur í samanburði við þá fordóma sem blossa upp þegar umræða um aukna líkamsþyngd og offitu ber á góma. Ein birtingarmynd þess er skopmynd í Morgunblaðinu þann 6. desember, þar er fjallkonan sjálf orðin of þung með óhollan skyndibita sér í hönd og andlitssvip sem vísar í fákunnáttu. Þá verður ekki lengur orða bundist.“

Sjúkdómurinn offita

Þau útskýra hvað offita er. „Það er ekki óeðlilegt að safna fituvef og þyngjast ef til staðar er umframorka tímabundið. Það er eðlileg líkamsstarfsemi og margir virðast rugla því saman þegar talað er um sjúkdóminn offitu og telja að um sjúkdómsvæðingu sé að ræða. En þegar líkaminn okkar starfar óeðlilega og fram koma einkenni og afleiðingin er heilsubrestur er um sjúkdóm að ræða,“ segja þau.

„Sjúkdómurinn offita getur verið til staðar við breytilega líkamsþyngd og er ekki sama hugtak og mæling á líkamsþyngdarstuðli yfir 30 sem einnig ber heitið offita og getur valdið ruglingi. Sjúkdómurinn hefur verið skilgreindur í okkar sjúkdómakerfi í áratugi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin tók málið í sínar hendur og skilgreindi offitu sem langvinnan sjúkdóm árið 1997. Þekkingu á sjúkdómnum hefur fleygt fram síðustu áratugi og mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk gangi á undan með góðu fordæmi og tileinki sér nýja þekkingu á stýrikerfi þyngdar og starfsemi fituvefjar og hvernig þessi flókna margþætta starfsemi getur raskast.“

Þau segja að orsakir offitu séu flókið samspila margra þátta. „Svo sem erfða, umhverfis, áfalla, streitu, næringarójafnvægis, hreyfingarleysis og röskunar á dægursveiflum líkamans. Nútímasamfélag býður upp á auðvelt aðgengi að gjörunnum næringarsnauðum matvælum, stöðugt áreiti, streitu, svefntruflanir, hreyfingarleysi, raflýsingu og svo ótalmargt annað sem getur truflað starfsemi þessa mikilvæga stýrikerfis. Hvert og eitt okkar er misnæmt fyrir þessum áhættuþáttum og varnarkerfi okkar gegn þeim er mismunandi. Þannig er ekki einfalt samasemmerki milli lífshátta og líkamsþyngdar.“

Öflugar aðgerðir

Þau taka viðbrögðum Ölmu D. Möller, heilbrigðisráðherra, fagnandi. En eftir áramót verður sett áætlun um aðgerðir. „Mikilvægt er að þessar aðgerðir verði öflugar, framkvæmdar á öllum sviðum samfélagsins og í heilbrigðisþjónustu. Efla þarf lýðheilsu og heilsugæslu með skimun, snemmtækri íhlutun, greiningu, meðferð og langtímaeftirliti. Setja þarf upp öfluga þverfaglega þjónustu á öðru stigi heilbrigðisþjónustunnar þar sem hægt er að gera nánari greiningu og veita viðeigandi meðferð og efla þriðja stigið með þjónustu og endurhæfingu fyrir þá einstaklinga sem alvarlegastan sjúkdóm hafa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð
Fréttir
Í gær

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina

Aníta þarf að verja jólunum á Hólmsheiði – Móðir hennar ósátt við geðdeildina
Fréttir
Í gær

Elín segist ítrekað upplifa hroka og leiðindi þegar hún leitar sér aðstoðar

Elín segist ítrekað upplifa hroka og leiðindi þegar hún leitar sér aðstoðar