

Lögregla hefur nú sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem fram kemur að lögreglu hafi borist tilkynning um meðvitundarlausan karlmann á ellefta tímanum í gærmorgun.
Sjá einnig: Mannslát í Kópavogi er til rannsóknar
„Hún hélt rakleiðis á vettvang, en maðurinn, sem var um fertugt, reyndist látinn er að var komið. Ekki er ljóst með hvaða hætti andlátið bar að, en rannsókn málsins er í fullum gangi. Skýrslutökur stóðu yfir í gær og er framhaldið í dag, en enginn er í haldi vegna málsins. Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.“