fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fréttir

Jólagjöfin þín gæti verið skattur – Hvað ber að varast í fyrirtækjagjöfum?

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. desember 2025 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef fyrirtækið sem þú starfar hjá gefur þér fyrirframgreitt bankakort í jólagjöf jafngildir það reiðufé og er í augum skattsins skattskyldar tekjur. Þetta kemur fram í grein eftir Tinu Paic, sérfræðing í skattamálum hjá KPMG Law, sem birtist á Vísir.is.

Tina fer yfir þau tilvik þar sem jólagjafir flokkast sem skattskyldar tekjur og þegar slíkar gjafir eru skattlausar. Gjafir sem eru ekki í formi peninga, þ.e. efnislegar gjafir, t.d. gjafabréf í verslunum, flokkast sem tækifærisgjafir en ekki tekjur og eru því ekki skattskyldar. Á hinn bóginn eru þær frádráttarbærar frá skatti fyrir gefandann (fyrirtækið). Þetta gildir svo sem lengi sem gjafirnar eru hóflegar:

Gjafir sem eru ekki í formi peninga geta hins vegar verið bæði skattfrjálsar hjá starfsfólki og frádráttarbærar hjá fyrirtækinu. Hér er um að ræða efnislegar gjafir, eins og gjafabréf í verslun, matarkörfur, gjafakassa og aðrar vörur eða þjónustu. Slíkar gjafir teljast tækifærisgjafir svo lengi sem þær eru hóflegar og tengjast skýru tilefni eins og jólunum. Þetta er sú leið sem flest fyrirtæki kjósa þegar markmiðið er að gleðja starfsfólk án þess að skapa óhagstæðar skattalegar afleiðingar.

Að sama skapi er rétt að minna á regluna um frádrátt. Fyrirtæki má draga frá kostnað vegna tækifærisgjafa ef þær eru í formi vöru eða þjónustu og innan eðlilegra marka. Peningagjafir eru hins vegar ekki frádráttarbærar, enda teljast þær til launa. Ekki er heldur heimilt að draga frá kostnað vegna óhóflegra eða mjög verðmætra gjafa sem fara langt út fyrir það sem telst venjubundið á slíkum tímamótum.

Fríðindi og gjafir þurfa að vera undir tiltekinni upphæð

Ef fríðindi og gjafir ársins fara yfir 185.000 krónur á einstakling telst það sem er umfram þessa upphæð hins vegar til tekna. Þannig að ef fyrirtæki gæta ekki hófs í gjafmildi og rausnarskap við starfsfólkið breytast gjafirnar í skattskyldar tekur. Þetta gildir til dæmis um jólahlaðborð og árshátíðarferðir. Tina skrifar:

„Gott er því að hafa yfirsýn yfir allan glaðning ársins áður en jólagjöfin er ákveðin. Ef ætlunin er að halda sig innan skattfrjálsra marka þarf að gæta þess að heildarkostnaður á mann fari ekki yfir árlega hámarkið. Ef fyrirtækið kýs að veita starfsfólki verðmætari gjöf eða bjóða upp á viðburði sem fara yfir mörkin, er ekkert því til fyrirstöðu svo lengi sem gert er ráð fyrir að hluti upphæðarinnar verði skattskyldur hjá starfsfólki.“

Greinina má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Leggur til nýtt hlutverk fyrir RÚV – „Gæti verið nokkurs konar móðurskip“

Leggur til nýtt hlutverk fyrir RÚV – „Gæti verið nokkurs konar móðurskip“
Fréttir
Í gær

Ekki sammála um ábyrgð fjölmiðla á rætnum athugasemdum – „Mola þannig undan því sem eftir stendur af blaðamennsku á Íslandi“

Ekki sammála um ábyrgð fjölmiðla á rætnum athugasemdum – „Mola þannig undan því sem eftir stendur af blaðamennsku á Íslandi“
Fréttir
Í gær

Lögmaður segir embættismann í forsætisráðuneytinu verða að bera ábyrgð á eigin fylleríi

Lögmaður segir embættismann í forsætisráðuneytinu verða að bera ábyrgð á eigin fylleríi
Fréttir
Í gær

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Trump sýna greinileg merki um vitsmunalega hrörnun

Segir Trump sýna greinileg merki um vitsmunalega hrörnun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ibrahim lofar munaðarleysingjaheimili Óla í Kenýa – „Þetta hjálpaði mér andlega og ég lærði svo mikið af þeim“

Ibrahim lofar munaðarleysingjaheimili Óla í Kenýa – „Þetta hjálpaði mér andlega og ég lærði svo mikið af þeim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úlfar afar harðorður um ástandið í lögreglunni – Hugleiðir að sækja um sem ríkislögreglustjóri

Úlfar afar harðorður um ástandið í lögreglunni – Hugleiðir að sækja um sem ríkislögreglustjóri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórhallur segir Sigríði ekki eiga að trúa Herdísi – „Fréttastofa Sýnar, Vísir og Bylgjan eru alls ekki ósjálfbær“

Þórhallur segir Sigríði ekki eiga að trúa Herdísi – „Fréttastofa Sýnar, Vísir og Bylgjan eru alls ekki ósjálfbær“