fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Þorbjörg hættir hjá Samtökunum ‘78 aftur – „Finn að það er kominn tími á breytingar“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 9. desember 2025 14:35

Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ hættir sem samskipta- og kynningarstjóri Samtakanna ´78 um áramótin eftir að hafa gegnt starfinu frá því í apríl 2023. Áður var hún formaður samtakanna en hætti því starfi árið 2022.

Segir Þorbjörg að þegar hún hætti sem formaður hafi hún haldið að sögu sinni hjá félaginu væri lokið.

„Ég grenjaði á aðalfundi, tók við blómvendi, tilkynnti um framboð í bæjarstjórn og leið algjörlega eins og ég væri að loka kafla í mínu lífi. Það reyndist síðan ekki alls kostar rétt. Ári síðar var ég fengin til þess að koma aftur til starfa hjá Samtökunum ‘78, í þetta skipti í launað starf, með það opna hlutverk að vinna markvisst gegn auknum fordómum og andúð í garð hinsegin fólks á Íslandi.

Síðastliðin ár hef ég gert mitt allra besta til þess að standa undir því trausti sem mér var sýnt með þessari ráðningu og ég viðurkenni að það er frekar skrítið að standa á þessum tímamótum, aftur, en um áramótin kveð ég starf mitt hjá Samtökunum ‘78.“ 

Segir Þorbjörg í færslu sinni að hún finni að það er kominn tími á breytingar hjá sér.

„Mér finnst alltaf gott að hugsa um mannréttindabaráttu sem risavaxinn klett sem þarf að færa. Það er nánast ómögulegt að færa hann einn síns liðs, en saman getum við komið honum langan veg. Verkefnið er risastórt og endalaust og við höfum öll hlutverki að gegna, en það að eiga öflugt félag eins og Samtökin ‘78 er og verður ómetanlegt fyrir okkur öll sem erum hinsegin á Íslandi – sérstaklega þegar andstæðingar réttinda okkar hafa tekið sér stöðu við klettinn og ýta á móti af alefli.“ 

Segist hún þakklát Samtökunum ‘78 og fólkinu innan þeirra fyrir allan stuðninginn, vináttuna og gleðina – þá og nú. Erfiðleikana og þroskann. Tækifærin og sigrana. Segir hún það hafa verið ómetanlegt að fá að leiða félagið á sínum tíma og það verið ómetanleg reynsla fyrir hana undanfarin tæp þrjú ár að fá að vinna beint að sínum hjartans málum á skrifstofunni.

„Ég er svo stolt af öllu því sem við höfum áorkað. Það er ennþá óvíst hvað tekur við hjá mér (umfram áframhaldandi bæjarpólitík), en ég hlakka til að komast að því. Lífið leiðir mann víst bara einhvern veginn áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“