fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. desember 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nettó hefur lokið styrktarátaki til stuðnings Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein. Samtals söfnuðust 5,5 milljónir króna, sem renna óskiptar til Ljóssins og styðja við fjáröflun fyrir nýtt og stærra húsnæði fyrir Ljósið.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Í átakinu voru taupokar og slæður, prýddar verkum listamannsins Steingríms Gauta Ingólfssonar, seldar í verslunum Nettó um land allt og í móttöku Ljóssins. Steingrímur Gauti hefur vakið mikla athygli fyrir list sína alþjóðlega og má finna verk eftir hann víða um heim í opinberum söfnum og í einkasöfnum.

„Það er okkur sönn ánægja að leggja okkar af mörkum til Ljóssins. Starfið sem þar fer fram snertir samfélagið allt og við erum afar þakklát fyrir frábæra þátttöku viðskiptavina Nettó um land allt sem sýndu stuðning sinn í verki með því að kaupa fallegu vörurnar með verki Steingríms Gauta í Nettó,“ segir Katrín Aagestad Gunnarsdóttir, markaðsstjóri Nettó.

„Að koma þessu fallega kynningarverkefni frá hugmynd að tilbúinni vöru hefur verið ótrúlega gefandi ferli. Allir sem komu að verkefninu stóðu sig frábærlega og það hefur verið virkilega gaman að vinna þetta með öflugu fólki innan Nettó og Ljóssins. Það er ómetanlegt að fá svona stuðning í starfsemi Ljóssins,“ sagði Eva Guðrún Kristjánsdóttir, verkefnastjóri markaðsmála hjá Ljósinu.

„Afi minn fór í endurhæfingu hjá Ljósinu og leið þar virkilega vel, Ljósið er því alveg sérstakur staður fyrir mér og því finnst mér sjálfsagt að taka þátt í þessu styrktarverkefni. Orkan í húsinu hefur alltaf verið jákvæð og falleg – næstum því áþreifanleg, og ég er því stoltur að fá að leggja verkefninu lið og óska öllum sem tengjast Ljósinu alls hins besta,“ sagði Steingrímur Gauti Ingólfsson, myndlistarmaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“