fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fréttir

Marko fékk þungan dóm

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 9. desember 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marko Blazinic, 43 ára maður frá Króatíu, var í gær sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Marko var sakaður um að hafa staðið að innflutningi á hátt í 7 kg af kókaíni, eða 6.756,22 g, með styrkleika upp á 68-70%.

Brotið var framið þann 4. september síðastiðinn. Fíkniefnin flutti Marko frá Svíþjóð til Danmerkur, falin í 11 pakkningum í varahjólbarða og tveimur pakkningum í poka á gólfi undir ökumannssæti bíls af gerðinni Volvo S8. Frá Danmörku flutti hann efnin með farþegaferjunni Norrænu til Seyðisfjarðar, en þar fundust þau við leit í bílnum.

Marko játaði sök fyrir dómi en fékk engu að síður þunga refsingu enda um mikið magn fíkniefna að ræða. Var hann dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Elsti Íslendingurinn látinn – Þórhildi vantaði 16 daga í 108 ára afmælið

Elsti Íslendingurinn látinn – Þórhildi vantaði 16 daga í 108 ára afmælið
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

PCMag velur bestu tölvuskjáina 2025

PCMag velur bestu tölvuskjáina 2025
Fréttir
Í gær

Segir IKEA haft fyrir rangri sök í hálfa öld – „Þarf vissulega að rannsaka betur“

Segir IKEA haft fyrir rangri sök í hálfa öld – „Þarf vissulega að rannsaka betur“
Fréttir
Í gær

Davíð segir illa farið með gamla fólkið og nefnir dæmi: „Dó sem útlendingur uppi á Skaga tveimur vikum síðar“

Davíð segir illa farið með gamla fólkið og nefnir dæmi: „Dó sem útlendingur uppi á Skaga tveimur vikum síðar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þekktir heimildarmyndargerðarmenn gera þætti um frægasta Íslending allra tíma

Þekktir heimildarmyndargerðarmenn gera þætti um frægasta Íslending allra tíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Íslendingur hefur áhyggjur af foreldrum sem eru að sökkva í gervigreindarfen – „Tengdamamma er svo enn verri“

Ungur Íslendingur hefur áhyggjur af foreldrum sem eru að sökkva í gervigreindarfen – „Tengdamamma er svo enn verri“