

Ný auglýsing Bónus hefur slegið í gegn. Þar skólar ung stúlka foreldra sína til í heimilisbókhaldinu og segir þá staðreynd að þau versli dýrar en þarf hafi áhrif á lífsgæði hennar.
Stúlkan sem leikur bókhaldsnillinginn og skilar af sér með afbragðs leikhæfileikum heitir Lovísa Ösp Ögmundsdóttir og er hún sjö ara. Foreldrar hennar eru Arna Ýr Karelsdóttir læknir og Ögmundur Ísak Ögmundsson starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Það eru þó afarnir og ömmurnar sem eru mun þekktari. Móðuramma Lovísu Aspar er Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, ráðgjafi hjá Expectus og stjórnarformaður Hörpu. Eiginmaður hennar er Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri.
Móðurafi er Sigurjón Karel Rafnsson sölustjóri hjá Netkerfum. Eiginkona hans er Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Föðuramma og afi eru Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prestur í Árbæjarkirkju og Ögmundur Máni Ögmundsson tannlæknir.