fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

MAST krefst þess að hundur Margrétar verði aflífaður – „Þetta er bara valdníðsla og lyktar af einelti“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 4. desember 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Er þetta ekki valdbeiting eða einelti? Ég horfi bara á Úlfalinginn minn og græt,“ segir Margrét Víkingsdóttir, eigandi síðhærðs Schäfer-hunds, sem MAST hefur gert kröfu um að verði aflífaður vegna lélegs heilsufars. Í bréfi frá MAST til Margrétar er sagt að MAST geri kröfu um að hundurinn verði aflífaður innan tveggja vikna nema Margrét geti sýnt fram á að rannsóknir styðji meiri meðhöndlun á honum.

Í bréfi sem lögfræðingur MAST skrifar Margréti segir:

„Selfossi, 1. desember 2025

Efni: Boðuð krafa um að hundurinn Úlfgrímur verði aflífaður vegna lélegs heilsufars.

Það tilkynnist hér með að MAST gera kröfu um að Úffi verði aflífaður innan tveggja vikna, nema þú getir sýnt fram á eitthvað annað, eins og rannsóknir sem styðji mögulega meiri meðhöndlun.

Áður en endanleg ákvörðun verður tekin um þessa aflífunarkröfu gefst þér þó kostur á að andmæla henni. Það er í samræmi við 13. gr. stjórnsýslulaga nr.37/1993.

Hægt er að senda andmæli í netfangið mast@mast.is. Andmælafrestur er veittur til og með 8.desember 2025.

Að endingu vilja dýralæknar MAST leggja áherslu á að alls ekki megi láta hundinn vera bundinn úti.

Virðingarfyllst,

f.h. Matvælastofnunar

Einar Örn Thorlacius lögfr.“

Vegfarandi kvartaði

Margrét greindi frá því í viðtali á Rás 2 í gær aðdragandinn að málinu hafi verið sá að vegfarandi kvartaði undan því að hundurinn væri úti í bandi fyrir utan heimili Margrétar. Kom það til að því að Margrét neyddist til að flytja út af heimili sínu við Amtmannsstíg vegna reykskemmda sem urðu þar er kviknaði í íbúðinni fyrir neðan hana. Þurfti hún að hafast við í kjallararými hússins og þaðan leitaði hundurinnn út í garð. Margrét skilur ekki þessar kvartanir vegna þess að hundurinn hafi verið á hennar lóð og ekki verið til ama.

Samkvæmt reglugerð MAST um velferð gæludýra er óheimilt að tjóðra hund nema nauðsyn beri til og þá einungis undir eftirliti. Ljóst er að tímabundnar aðstæður höfðu í för með sér að Úlfgrímur þurfti að vera úti við í nokkurn tíma.

Að sögn Margrétar liggja fyrir tvö álit dýralækna um heilsufar Úlfgríms og hún segir að hvorugt þeirra mæli með því að hundinum verði lógað. Vissulega staðfesti álitin að hann þjáist af gigt. Margrét telur alls ekki þörf á að lóga hundinum og bendir á að hann hreyfi sig, fari í gönguferðir og leiki sér. Þetta kom fram á Rás 2 í gær en í Margrét segir samtali við DV í dag að hundurinn sé núna að fá viðeigandi meðferð. Hún er harðorð í garð MAST og segir stofnunina beita sig valdníðslu:

„Ekkert kemur fram hjá dýralækni um að það þurfi að lóga honum. Hann labbar um allt og eltir bolta og er mikill leikur í honum og forvitni. Hann á nóg eftir. Þetta er bara valdaníðlsa og lyktar af einelti. Þau eru greinilega staðráðin í að lóga hundinum þó að dýralæknir telji það ekki tímabært.“

Ekki tekin endanleg ákvörðun um lógun

DV hafði samband við Einar Örn Thorlacius, lögfræðing MAST, sem sendi Margréti áðurnefnt bréf. Hann bendir á tvennt, annars vegar sé krafa MAST byggð á áliti tveggja dýralækna og hins vegar hafi ekki verið tekin endanleg ákvörðun um lógun hundsins.

„Það hefur engin ákvörðun verið tekin um aflífun. Slík fyrirmæli hafa hins vegar verið boðuð með andmælarétti,“ segir Einar.

Varðandi dýralæknaálitin segir hann: „Það má svo sem deila um hvort þessi álit ýti undir aflífun, en sérstaklega annað þeirra sýnir fram á bágt heilsufar hundsins. Stundum er best fyrir velferð dýra að þau séu aflífuð. En ég ítreka að endanleg ákvörðun um lógun hefur ekki verið tekin.“

Óljóst er hins vegar hvort ástand hunds Margrétar gefi ástæðu til lógunar hans. Margrét segir svo alls ekki vera. Málið mun skýrast eftir að MAST hefur tekið afstöðu til andmæla hennar.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“