fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Sigmundur Davíð ósáttur við myndavalið – „Nú hlýt ég að hafa gert eitthvað af mér“

Fókus
Þriðjudaginn 2. desember 2025 08:40

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sló á létta strengi á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi en tilefnið er frétt Vísis um nýjan Þjóðarpúls Gallup.

Miðflokkurinn hefur verið á flugi í skoðanakönnunum undanfarnar vikur og mælist flokkurinn nú með 19,5 prósenta fylgi. Hefur fylgi Miðflokksins aldrei mælst meira. Samfylkingin er sem fyrr stærsti flokkurinn og er fylgið nú 31,1 prósents fylgi.

Sjá einnig: Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Vísir sagði frá Þjóðarpúlsi Gallup í gær og er aðalmyndin af Sigmundi Davíð þar sem hann er íbygginn á svip í Alþingishúsinu.

„Úps! Nú hef ég gert eitthvað af mér. Þessi mynd dregin fram,” sagði forsætisráðherrann fyrrverandi og virðist myndin ekki vera í miklu uppáhaldi hjá honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögmaður segir embættismann í forsætisráðuneytinu verða að bera ábyrgð á eigin fylleríi

Lögmaður segir embættismann í forsætisráðuneytinu verða að bera ábyrgð á eigin fylleríi
Fréttir
Í gær

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gömul ummæli Jóns Péturs um einkunnakerfi rifjuð upp – Var ekki hrifinn af tölunum og fagnaði nýju kerfi

Gömul ummæli Jóns Péturs um einkunnakerfi rifjuð upp – Var ekki hrifinn af tölunum og fagnaði nýju kerfi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“