fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Álfheiður segir sig úr Pírötum – „Alltof langt til vinstri fyrir minn smekk“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 2. desember 2025 13:56

Álfheiður gekk inn í meirihluta Árborgar eftir að fyrrverandi bæjarstjóri sleit sig frá honum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Álfheiður Eymarsdóttir, varaformaður bæjarráðs í Árborg, hefur sagt sig úr Pírötum. Hún segir aukna miðstýringu og stofnun embættis formanns á meðal ástæðnanna fyrir brotthvarfi sínu.

„Ég hef formlega sagt mig úr Pírötum. Ég er því óflokksbundin og óháð,“ segir Álfheiður sem situr í meirihluta sveitarfélagsins Árborgar með Sjálfstæðismönnum undir merkjum bæjarmálafélagsins Áfram Árborg. Álfheiður gekk inn í meirihlutann eftir að Fjóla Kristinsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri, sleit sig frá honum.

Álfheiður segist þakka samfylgdina og sakna fólksins. En einhvers staðar hafi flokkurinn villst af leið og vanrækt landsbyggðina.

„Komin of mikil miðstýring og alltof langt til vinstri fyrir minn smekk. Vinstribeygjan kom niður á áherslum á frelsi. Það sem fyllti mælinn hjá mér var að falla frá flötum strúktúr og fá okkur formann,“ segir Álfheiður að lokum. Hún mun halda áfram að starfa fyrir Áfram Árborg í meirihluta sveitarfélagsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fjórir handteknir eftir að busavígsla fór úr böndunum – Beittu vatnspyndingum og hýddu bert skinn með belti

Fjórir handteknir eftir að busavígsla fór úr böndunum – Beittu vatnspyndingum og hýddu bert skinn með belti
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Selfyssingur á sjötugsaldri klæmdist við stúlku sem hann hélt að væri 13 ára – „Stingdu titraranum í þig“

Selfyssingur á sjötugsaldri klæmdist við stúlku sem hann hélt að væri 13 ára – „Stingdu titraranum í þig“
Fréttir
Í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær
Fréttir
Í gær

Segja eina ástsælustu jólahefð Svía ýta undir brot á réttindum barna

Segja eina ástsælustu jólahefð Svía ýta undir brot á réttindum barna