fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fréttir

Telja varnarmálaráðherra Trump hafa gerst sekan um stríðsglæpi ef hann gaf fordæmalausa skipun – „Drepið alla“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. desember 2025 17:00

Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmenn úr röðum Demókrata og Repúblikana krefja nú ríkisstjórn Donald Trump svara gegn árása bandaríska hersins á venesúelska báta í Karabíska hafinu sem sagðir eru hafa verið notaðir til að smygla fíkniefnum.

Það er ekki síst vegna fréttar Washington Post fyrir helgi en þar er fjallað um árás hersins á slíkan bát þann 2. september. Eiga tveir einstaklingar að hafa komist lífs af eftir fyrstu bylgju árásarinnar en síðan eru bandarískir hermenn sagðir hafa gert aðra árás til að framfylgja skipun varnarmálaráðherrans, Pete Hegseth. Á skipunin einfaldlega hafa hljómað svo: „Drepið alla“.

Ef rétt er þá gæti ráðherrann hafa gerst sekur um stríðsglæp enda er lagt blátt bann við því í Genfarsáttmálanum að gera árásir á særða einstaklinga.

Undanfarið hafa Bandaríkjamenn sett aukinn kraft í árásir sínar á báta, í lögsögu Kólumbíu og Venesúela í Karabíska hafinu, sem þeir telja að séu notaðir við fíkniefnasmygl. Frá septemberbyrjun alls hafa um 80 manns látið lífið í þessum árásum en þær hafa kallað fram hörð viðbrögð víða á grundvelli þess að þær eru framkvæmdar án dóms og laga.

Hin meinta dauðaskipun ráðherrans hellir svo sannarlega olíu á þann eld.

Hegseth sjálfur hefur sagt frétt Washington Post vera uppspuna frá rótum og Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sagt ráðherrann njóta fulls trausts.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leggur til nýtt hlutverk fyrir RÚV – „Gæti verið nokkurs konar móðurskip“

Leggur til nýtt hlutverk fyrir RÚV – „Gæti verið nokkurs konar móðurskip“
Fréttir
Í gær

Ekki sammála um ábyrgð fjölmiðla á rætnum athugasemdum – „Mola þannig undan því sem eftir stendur af blaðamennsku á Íslandi“

Ekki sammála um ábyrgð fjölmiðla á rætnum athugasemdum – „Mola þannig undan því sem eftir stendur af blaðamennsku á Íslandi“
Fréttir
Í gær

Lögmaður segir embættismann í forsætisráðuneytinu verða að bera ábyrgð á eigin fylleríi

Lögmaður segir embættismann í forsætisráðuneytinu verða að bera ábyrgð á eigin fylleríi
Fréttir
Í gær

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Trump sýna greinileg merki um vitsmunalega hrörnun

Segir Trump sýna greinileg merki um vitsmunalega hrörnun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ibrahim lofar munaðarleysingjaheimili Óla í Kenýa – „Þetta hjálpaði mér andlega og ég lærði svo mikið af þeim“

Ibrahim lofar munaðarleysingjaheimili Óla í Kenýa – „Þetta hjálpaði mér andlega og ég lærði svo mikið af þeim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úlfar afar harðorður um ástandið í lögreglunni – Hugleiðir að sækja um sem ríkislögreglustjóri

Úlfar afar harðorður um ástandið í lögreglunni – Hugleiðir að sækja um sem ríkislögreglustjóri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórhallur segir Sigríði ekki eiga að trúa Herdísi – „Fréttastofa Sýnar, Vísir og Bylgjan eru alls ekki ósjálfbær“

Þórhallur segir Sigríði ekki eiga að trúa Herdísi – „Fréttastofa Sýnar, Vísir og Bylgjan eru alls ekki ósjálfbær“