fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fréttir

Guðlaugur Þór ómyrkur í máli: „Margir munu ekki hafa efni á að þiggja arf“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. desember 2025 09:00

Mynd: Hringbraut.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er gagnrýninn á þau áform ríkisstjórnarinnar að hækka erfðafjárskatt samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld.

Guðlaugur er í viðtali á forsíðu Morgunblaðsins vegna málsins og gagnrýnir hann sérstaklega að umræddri hækkun hafi verið haldið frá fjárlaganefnd og almenningi.

„Það er augljóst að fyrirætlun ríkisstjórnarinnar er að hækka alla þá skatta sem hún mögulega getur, en hún vill ekki segja frá því. Það er hins vegar þannig í lýðræðisþjóðfélagi að stjórnvöld eiga að upplýsa um það þegar þau hækka skatta,“ segir Guðlaugur við Morgunblaðið.

Bendir hann á að minnihluti nefndarinnar hafi þráspurt hvernig það megi vera að tekjur af erfðafjárskatti eigi að hækka um 2,1 milljarð á milli umræðna í þinginu.

„Það er augljóst að ef þessar fyrirætlanir ná fram að ganga munu margir ekki hafa efni á því að þiggja arf. Þeir munu þurfa að selja eignir sem þeir erfa og munu í þokkabót þurfa að greiða 22% skatt ofan á þann 10% skatt sem erfðafjárskatturinn er. Þetta eru allt saman skattar af eignum sem arfláti hefur þegar greitt skatt af,“ segir Guðlaugur Þór við Morgunblaðið í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögmaður segir embættismann í forsætisráðuneytinu verða að bera ábyrgð á eigin fylleríi

Lögmaður segir embættismann í forsætisráðuneytinu verða að bera ábyrgð á eigin fylleríi
Fréttir
Í gær

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fréttir
Í gær

Gömul ummæli Jóns Péturs um einkunnakerfi rifjuð upp – Var ekki hrifinn af tölunum og fagnaði nýju kerfi

Gömul ummæli Jóns Péturs um einkunnakerfi rifjuð upp – Var ekki hrifinn af tölunum og fagnaði nýju kerfi
Fréttir
Í gær

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úlfar afar harðorður um ástandið í lögreglunni – Hugleiðir að sækja um sem ríkislögreglustjóri

Úlfar afar harðorður um ástandið í lögreglunni – Hugleiðir að sækja um sem ríkislögreglustjóri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórhallur segir Sigríði ekki eiga að trúa Herdísi – „Fréttastofa Sýnar, Vísir og Bylgjan eru alls ekki ósjálfbær“

Þórhallur segir Sigríði ekki eiga að trúa Herdísi – „Fréttastofa Sýnar, Vísir og Bylgjan eru alls ekki ósjálfbær“