fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

„Þetta var svona eins og Jesúbarnið“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 5. nóvember 2025 20:30

Guðfinna og Andri með dóttur sína. Mynd: Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðfinna Alda Ólafsdóttir og Andri Gunnarsson segja nýjasta fjölskyldumeðliminn kærkomna viðbót. 

„Lífið bara gerist og maður tekur þátt í því. Og það geta verri hlutir gerst,“ segir móðirin í viðtali í fréttum RÚV í kvöld. Hjónin voru í vetrarfríi í Skagafirði með tveimur eldri börnum sínum, og þegar þau komu heim á mánudag byrjaði Guðfinna að fá verki og var þreytt. Tengdu það það bara við langa helgi með börnunum.

Klukkan tvö um nóttina var Guðfinna orðin mjög verkjuð og ringluð, en farið að gruna hvað væri í gangi. Bað hún Andra að keyra sig á kvennadeildina. Andri segist hafa verið að skoða nagladekk sem þurfti að kaupa fyrir svefninn en vaknað í allt aðra umgjörð.

Á spítala fannst annar hjartsláttur og 12 tímum seinna var stúlkubarn komið í heiminn.

„Konurnar á kvennadeild eru bara englar. Þær redduðu öllu og voru yndislegar. Við fengum teppi, húfu,“ segir Guðfinna, en engar flíkur voru til handa barninu, enda vissi fjölskyldan ekki að von væri á því. „Þetta var bara eins og Jesúbarnið,“ segir Andri.

Guðfinna segir fyrri tvær meðgöngurnar einnig hafa verið fyrirferðarlitlat, fyrstu mánuðina hafi engar vísbendingar verið um að hún væri ófrísk. Guðfinna segir að horft til baka hafi verið einhver einkenni núna, en hún hafi einfaldlega tengt þau öðru.

„Um leið og maður fær hana í hendurnar og allt er í lagi, þá er þetta náttúrlega mjög fyndið. Þetta verður góð saga sem fylgir okkur og henni alla ævina,“ segir Andri.

„Þetta breyttist veruleikinn á einum sólarhring, en til hins betra. Við erum bara alsæl. Það er sko sannarlega hægt að fá verri skyndilegar fréttir,“ segir Guðfinna.

Sjá má viðtalið við nýbökuðu foreldrana á RÚV hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump
Fréttir
Í gær

Borðvél sem þýðir bók á örfáum sekúndum

Borðvél sem þýðir bók á örfáum sekúndum
Fréttir
Í gær

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“
Fréttir
Í gær

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri
Fréttir
Í gær

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Í gær

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum