fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Sara Rós hlaut hvatningarverðlaun ADHD samtakanna

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 5. nóvember 2025 15:29

Sara Rós Kristinsdóttir. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Rós Kristinsdóttir hlaut hvatningarverðlaun ADHD samtakanna 2025 fyrir ómetanlegt framlag til fræðslu og valdeflingu fólks með ADHD og aðstandendur þeirra.

Sara Rós tók á móti hvatningarverðlaunum við upphaf málþings ADHD samtakanna á föstudag, þar sem Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður og Bóas Valdórsson, varaformaður ADHD samtakanna afhentu henni viðurkenningarskjal og glæsilegt málverk eftir Berg Thorberg eins og segir á vef samtakanna.

Sara Rós hefur á undanförnum árum verið áberandi í fræðslu ásamt því að vera talskona taugafjölbreytileika. Sjálf greindist hún á fullorðinsárum, sem hefur veitt henni dýpri innsýn og tækifæri til að mæta öðrum af skilningi. Sara tjáir sig af hreinskilni um eigin reynslu og gefur umræðunni mannlega dýpt. Sem foreldri barna sem tilheyra þessum hópi hefur hún á undanförnum árum orðið talskona taugafjölbreytileikans. Hún nýtir bæði fagþekkingu og eigin reynslu til að brúa bil milli kerfa, fjölskyldna og einstaklinga með valdeflandi nálgun, aðgengi og mannúðlegar lausnir að leiðarljósi. Sara Rós leggur ríka áherslu á að rödd barna, einstaklinga og fjölskyldna þeirra fái áheyrn og skilning innan samfélagsins.

Sara Rós er jafnframt einn stjórnenda hlaðvarpsins Fjórða vaktin, sem hún heldur úti ásamt Lóu Farestveit Ólafsdóttur í samstarfi við Sjónarhól ráðgjafarmiðstöð. Þar er fjallað um fjölbreytt málefni sem tengjast foreldrum langveikra og fatlaðra barna og samfélagslegum áskorunum þeirra. Einnig heldur hún úti öflugu samfélagi á Facebook undir heitinu „Skólamálin okkar,“ sem hefur um 2600 fylgjendur og er orðin mikilvægur vettvangur fræðslu, umræðu og stuðnings.

ADHD samtökin þakka Söru Rós Kristinsdóttur fyrir framúrskarandi og ómetanlegt framlag til málefnisins og óska henni innilega til hamingju með verðlaunin.

Hvatningarverðlaun ADHD samtakanna eru viðurkenning sem stjórn ADHD samtakanna úthlutar einu sinni á ári, fyrst árið 2021. Verðlaunin má veita hverjum þeim sem með mikilsverðum hætti hefur lagt sitt af mörkum til að bæta lífsgæði fólks með ADHD á Íslandi. Einstaklingar, félagasamtök, stofnanir, fyrirtæki eða hverskyns lögaðilar geta fengið Hvatningarverðlaun ADHD samtakanna. Áður hafa Dr. Urður Njarðvík (2021), KFUM og KFUK (2022), Sjónarhóll – ráðgjafamiðstöð ses (2023) og Hljóðbókasafn Íslands (2024) fengið viðurkenninguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Borðvél sem þýðir bók á örfáum sekúndum

Borðvél sem þýðir bók á örfáum sekúndum
Fréttir
Í gær

„Kirkjuáhugamaður“ rekinn úr landi – Þögull sem gröfin

„Kirkjuáhugamaður“ rekinn úr landi – Þögull sem gröfin
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar greina faðmlag ekkjunnar og varaforsetans sem setti allt á hliðina

Sérfræðingar greina faðmlag ekkjunnar og varaforsetans sem setti allt á hliðina
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi
Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn vilja að veitt verði leyfi til að skjóta álftir – Hafa verið friðaðar í 112 ár

Framsóknarmenn vilja að veitt verði leyfi til að skjóta álftir – Hafa verið friðaðar í 112 ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm handteknir eftir að hundruð milljóna voru sviknar úr Landsbankanum

Fimm handteknir eftir að hundruð milljóna voru sviknar úr Landsbankanum