fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 4. nóvember 2025 12:40

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nefnd um eftirlit með lögreglu hefur komist að þeirri niðurstöðu að ónefndur maður eigi rétt á afsökunarbeiðni og jafnvel bótum eftir að hann var handtekinn á heimili sínu í Hafnafirði í aðgerðum á vegum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en það var sérsveit ríkislögreglustjóra sem sá um handtökuna. Upp úr krafsinu kom að maðurinn var ekki skráður til heimilis í húsnæðinu heldur annar aðili sem grunaður var um glæp. Einnig beindist dómsúrskurður um húsleit að röngu húsnúmeri.

Kvörtun var lögð fram til nefndarinnar vegna málsins í apríl síðastliðnum. Sagði maðurinn að hurð á heimilinu hefði verið brotin niður og hann í kjölfarið snúinn niður og handtekinn. Við þetta hafi hann fengið áverka en síðan hefði komið í ljós að lögreglan hefði farið húsavillt.

Nefndin lauk málinu í lok maí en ákvörðun hennar var ekki birt opinberlega fyrr en í seinni hluta októbermánaðar.

Fram kemur að atvikið hafi átt sér stað í mars á þessu ári. Samkvæmt svörum lögreglunnar á höfuðborgasvæðinu barst henni ábending um um að tiltekinn einstaklingur væri með fíkniefni í sinni vörslu til dreifingar. Úrskurður dómara um heimild til húsleitar í íbúð í Hafnarfirði hafi verið fenginn. Hinn grunaði hafi verið skráður með dvalarstað í „kjallara“ í húsnæðinu. Hvers vegna gæsalappir eru notaðar í þessu samhengi kemur ekki fram. Samkvæmt lögreglunni var maðurinn sem var handtekinn á staðnum ekki skráður til heimilis í íbúðinni heldur í öðru bæjarfélagi.

Varhugaverður

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagðist enn fremur að þegar farið hafi verið á vettvang hafi hún notið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra þar sem einstaklingurinn sem handtaka átti hafi verið metinn varhugaverður af lögreglu. Þegar lögregla kom inn í íbúðina hafi fljótt verið ljóst að um rangan einstakling hafi verið að ræða. Hafi hinn handtekni verið látinn laus strax. Lögreglan segist í svörum sínum harma þessi leiðu mistök og bendir á að maðurinn kunni að eiga rétt til bóta.

Í niðurstöðu nefndar um eftirlit með lögreglu kemur fram að dómsúrskurðurinn um húsleitina hafi beinst að röngu húsnúmeri en hvernig það gat gerst er ekki útskýrt nánar. Nefndin segir þetta mjög óheppilegt og að maðurinn hafi orðið fyrir atvikinu sem sé til þess fallið að valda honum verulegu áfalli. Nefndin telur þó að um mannleg mistök hafi verið að ræða en ekki mögulega refsiverða eða ámælisverða háttsemi
starfsmanna lögreglu. Beinir hún að lokum þeim tilmælum til embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að maðurinn verði beðinn formlega afsökunar og leiðbeint um rétt sinn til að sækja um bætur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Umdeild lögreglukona ákærð fyrir uppflettingar í LÖKE

Umdeild lögreglukona ákærð fyrir uppflettingar í LÖKE
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs mætir fjárhagslegum áskorunum – „Hefur gengið í gegnum ítrekuð áföll“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs mætir fjárhagslegum áskorunum – „Hefur gengið í gegnum ítrekuð áföll“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnavernd kölluð til eftir að maður ók drukkinn með tvö börn í bílnum

Barnavernd kölluð til eftir að maður ók drukkinn með tvö börn í bílnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman