fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Rúnar fagnar tímamótum í janúar

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 25. nóvember 2025 16:36

Rúnar Þórisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Þórisson fagnar tímamótum á AFMÆLIS- ÚTGÁFU- og FERILSTÓNLEIKUM í Bæjarbíó 10. janúar klukkan 20.

Á tónleikunum í Bæjarbíó kemur fram fjöldi samstarfsmanna Rúnars í gegnum árin, Andrea Gylfadóttir, Helgi Björnsson, Lára Rúnarsdóttir, Margrét Rúnarsdóttir, hljómsveitirnar DÖGG og ÝR auk meðlima hljómsveitarinnar GRAFÍK. Leikin verða þekkt lög þessara sveita sem og lög af nýjustu plötu Rúnars Svo fer og lög af fyrri plötum. Hljómsveitina skipa einvalalið hljóðfæraleikara meðal annars Arnar Þór Gíslason trommuleikari og Birkir Rafn Gíslason gítarleikari sem hafa starfað með Rúnari síðustu tvo áratugi.

Með tónleikunum og útgáfu á nýrri plötu fagnar Rúnar tímamótum jafnt í lífi sínu og á ferli. Nýja platan er í orðum og tónum tímaskjól, ferðalag minninga sem leita skjóls í eilífðinni. Tónlistin allt frá því að vera framsækin, klassísk-, popp- og ballöðuskotin er mótuð af minningunum og endurspeglar mismunandi tímabil á ferli Rúnars en um þessar mundir eru 20 ár frá því sólóferill hans hófst með plötunni Ósögð orð og ekkert meir, 40 ár siðan Grafík sló í gegn með lögum eins og Þúsund sinnum segðu já og Húsið og ég, 60 ár síðan hann eignaðist sinn fyrsta gítar sem síðar varð til þess að hann fór í ýmsar hljómsveitir, þar fyrst að nefna hljómsveitina DÖGG. Þá eru heil 70 ár síðan hann opnaði augun með lífið sjálft í þeim sömu höndum þar af réttt rúm fimm ár frá endurnýjun lífdaga eftir ofkólnun í sjósundi. Þá eru um það bil 50 ár síðan þeir Rabbi trommari og Rúnar sórumst í tónlistarlegt fóstbræðralag sem lagði grunninn að GRAFÍK en áður höfðu þeir meðal annars verið saman í hljómsveitinni ÝR, 30 ár eru liðin frá því hann kom heim erlendis frá að loknu tónlistarnámi og 10 frá þeirri áskorun að gefa út eitt frumsamið lag og texta á mánuði í næstum heilt ár.

Þannig hanga saman tímamótin og tilefnin til að minnast með stórtónleikum og útgáfu á nýrri plötu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi
Fréttir
Í gær

Ekki gerð refsing fyrir að klæmast við unga stúlku í Strætó

Ekki gerð refsing fyrir að klæmast við unga stúlku í Strætó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað