fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 21. nóvember 2025 15:30

Myndin sýnir fjölbýlishús og tengist efni fréttarinnar ekki beint. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærunefnd húsamála hefur sent frá sér álit vegna ágreinings eiganda eins af tíu eignarhlutum í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu við húsfélagið. Hafði eigandinn verið sá eini í húsinu sem var á móti uppsetningu öryggismyndavéla í sameign hússins. Rökstuddi húsfélagið uppsetninguna meðal annars með því að umgengni hefði verið slæm og að útidyrahurð hússins hafi ítrekað verið tekin úr lás en enginn viljað kannast við að bera ábyrgð á því.

Hinn ósátti eigandi krafðist þess að viðurkennt yrði að ákvörðun húsfundar sem haldinn var í desember 2024 um uppsetningu á fjórum myndavélum í húsinu væri ólögmæt og að stöðva bæri framkvæmdirnar.

Eigandinn vísaði til þess að í lögum um persónuvernd væri skýrt kveðið á um að fyrir skuli liggja reglur um hver hafi aðgang að upptökum, við hvaða aðstæður megi skoða gögn og hversu lengi gögnin skuli geymd. Þessar upplýsingar hafi hvorki verið kynntar né samþykktar á húsfundinum. Uppsetning myndavélakerfis sem skerði friðhelgi einkalífs og safni persónuupplýsingum þurfi samþykki allra eigenda, samkvæmt lögum um fjöleignarhús. Myndavélakerfi sem kosti um 600.000 krónur sé jafnframt óþarflega kostnaðarsamt miðað við tilganginn, enda uppsetningin ekki nauðsynleg.

Útidyrnar

Húsfélagið sagði í sínum andsvörum að umræddur eigandi hafi verið sá eini sem greiddi atkvæði gegn tillögunni á húsfundinum þar sem fulltrúar átta eignarhluta af tíu hafi mætt og þá liggi fyrir að þeir eigendur sem ekki hafi mætt á fundinn séu samþykkir framkvæmdinni.

Forsaga þess að þessi leið var farin sé sú að ítrekað hafi komið upp atvik í sameign sem íbúar hafi talið ógna bæði öryggi og eignum þeirra. Til dæmis hafi útidyr ítrekað verið teknar úr lás og skildar eftir opnar, umgengni hafi verið slæm og húsreglur brotnar. Íbúar hafi staðið ráðalausir gagnvart þessari umgengni þar sem enginn kannist við að hafa skilið útidyrnar eftir opnar. Uppsetning myndavélakerfis væri orðin mjög algeng og því ekki óeðlilegt að íbúar vildu auka öryggi sitt og eigna. Innbrotafaraldur hafi geisað á höfuðborgarsvæðinu og væru fjöleignarhús þar ekki undanskilin.

Húsfélagið sagði enn fremur að öllum reglum Persónuverndar um rafræna vöktun yrði fylgt. Það hafi heldur ekki þurft  samþykki allra eigenda fyrir uppsetningu myndavélanna. Öryggismyndavélar í sameign geti ekki fallið undir að vera „mjög óvenjulegur búnaður“ í skilningi laga um fjöleignarhús, en slíkan búnað sé þvert á móti að finna í fjölmörgum fjöleignarhúsum. Það væri til marks um hve algengur slíkur búnaður væri í fjöleignarhúsum að í reglum Persónuverndar um rafræna vöktun væri sérstaklega vikið að rafrænni vöktun í fjöleignarhúsum. Þess utan væri búnaðurinn ekki svo dýr að gera yrði kröfu um samþykki allra eigenda.

Í niðurstöðu kærunefndar húsamála segir að samþykki einfalds meirihluta eigenda fyrir uppsetningu myndavélanna hafi verið nægilegt og því verði að hafna kröfum eigandans sem vilji ekki hafa myndavélarnar í sameigninni. Eftir sem áður verði umrædd vöktun að vera í samræmi við lög um persónuvernd.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Í gær

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Í gær

Fær ekki afhenda samninga um innkaup á Covid-bóluefnum

Fær ekki afhenda samninga um innkaup á Covid-bóluefnum
Fréttir
Í gær

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Í gær

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ef ég væri dómarinn í þessu máli þá myndi ég án nokkurs vafa dæma gegn Evrópusambandinu“

„Ef ég væri dómarinn í þessu máli þá myndi ég án nokkurs vafa dæma gegn Evrópusambandinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útiloka ekki að um einhvers konar árás sé að ræða

Útiloka ekki að um einhvers konar árás sé að ræða