fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fréttir

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 20. nóvember 2025 15:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

SAFÍR20 er nýr fjárfestingarsjóður sem styður áhugasama við íbúðarkaup á Orkureitnum og hjálpar til við að komast inn á fasteignamarkaðinn. Sjóðurinn býður upp á nýja fjármögnunarleið og leggur til allt að 20% af kaupverði eignar á móti að minnsta kosti 10% framlagi íbúðarkaupanda. Íbúðarkaupandi þarf þannig að hámarki að standast greiðslumat á 70% af kaupverði íbúðarinnar sem hann fjármagnar hjá banka eða lífeyrissjóði. Íbúðakaupandi sem er eigandi að að minnsta kosti 80% íbúðarinnar hefur fullan umráðarétt yfir íbúðinni og getur keypt eignarhlut sjóðsins seinna út á matsverði. 

,,Með þessum nýja fjárfestingarsjóði þurfa kaupendur einungis að greiða 10% og standast greiðslumat fyrir 70% láni til að eignast heimili. Ef kaupandi á 10% útborgun getur þannig SAFÍR20 brúað bilið fyrir fólk án þess að það þurfi að safna fyrir hærri útborgun eða greiða háa vexti af viðbótarláni. Seinna þegar betur árar á lánamörkuðum geta síðan íbúðarkaupendur endurfjármagnað og eignast íbúð sína að fullu. Það hlýtur að vera loka markmiðið hjá flestum. Þá erum við einnig að bjóða upp á fjármögnunarleið sem hjálpar einstaklingum að festa sér draumaíbúðina á föstu verði,“ segir Hilmar Ágústsson, framkvæmdastjóri byggingafélagsins SAFÍR í tilkynningu frá félaginu.

Býðst að festa verð og greiða 2% staðfestingargjald

Íbúðakaupendum á Orkureitnum býðst einnig að festa verð og greiða 2% staðfestingargjald til að tryggja sér íbúð í byggingu sem afhent verður næsta sumar.

„Íbúðareigendur geta tvinnað saman SAFÍR 20 og 2% staðfestingargjaldi og þannig undirbúið auðveldari leið inn á markaðinn með skýran tímaramma, fast verð og minna eigin fjárframlag. Þannig má festa sér íbúð og safna upp 10% eigin fé fram á næsta sumar. Fjármögnun með SAFÍR20 hentar fyrstu kaupendum vel en auðvitað stendur þessi lausn öllum til boða. Það gæti verið hentugt fyrir marga að festa sér strax draumaíbúðina gegn 2% greiðslu í einni af Svansvottuðu íbúðunum á Orkureitnum. Auk þess hentar þetta vel fyrir fólk sem komið er yfir miðjan aldur þar sem tekjurnar hafa mögulega lækkað en fólk vill engu að síður losa fjármuni úr íbúðarhúsnæði til að nota í annað,“ segir Hilmar.

Gefur fleirum kost á að eignast íbúð í Reykjavík

Ef eignin hækkar í verði vegna markaðsaðstæðna þá fær kaupandi ábata af sínum 80% eignarhlut við sölu að frádreginni uppsafnaðri leigu og eftirstöðvum fasteignaláns ef það er til staðar. SAFÍR20 fær ábata af sínum 20% eignarhlut. Kaupandi greiðir SAFÍR20 5% verðtryggða leigu á ári fyrir afnot af eignhluta sjóðsins.  Ef eignin lækkar í verði skiptist tapið hlutfallslega eftir eignarhlutföllum. Leigan fellur hins vegar niður ef eigið fé íbúðareiganda við sölu stendur ekki undir leigunni eftir að fasteignalán hefur verið greitt upp.

Yfir 455 íbúðir verða byggðar á Orkureitnum. Byrjað var að afhenda fyrstu íbúðir haustið 2024 og stefnt er að því að allri uppbyggingu á svæðinu verði lokið árið 2028.

SAFÍR20 sjóðurinn er hýstur og rekinn af eignastýringarfélaginu Stefni sem er eitt stærsta eignastýringarfélag landsins og hluti af samstæðu Arion banka. Stefnir er eftirlittskyldur aðili sem vinnur samkvæmt skilmálum SeðlabankaÍslands sem tryggir aukna neytendavernd.

„Með þessari nýju fjármögnunarleið viljum við senda jákvæða strauma inn á fasteignamarkaðinn og gefa fleirum raunverulegan kost á að eignast íbúð í Reykjavík. Ég hvet alla sem eru að velta fyrir sér fasteignakaupum til að skoða þennan möguleika,“ segir Hilmar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Baldur til nýliðanna
Fréttir
Í gær

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Í gær

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“
Fréttir
Í gær

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“

Bók lýsir illum aðbúnaði barna og starfsfólks á íslensku munaðarleysingjaheimili í Kenýa – „Hrein og klár lygi“
Fréttir
Í gær

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli

Sjö útköll hjá lögreglu í dag út af búðahnupli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elín Edda ráðin fjármálastjóri Fastus

Elín Edda ráðin fjármálastjóri Fastus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna breytti þessu eftir að hún kom að alvarlegu bílslysi – „Ég lærði af reynslunni“

Anna breytti þessu eftir að hún kom að alvarlegu bílslysi – „Ég lærði af reynslunni“