fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. nóvember 2025 08:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti talsverða athygli í byrjun vikunnar  að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafði skipt um skoðun varðandi birtingu Epstein-skjalanna svokölluðu og kallaði nú eftir því að frumvarp, sem liggur fyrir fulltrúardeild Bandaríkjaþing og kveður á um birtingu þeirra í heild sinni,  yrði samþykkt. Samkvæmt umfjöllun CNN er hann þó allt annað en sáttur við ákvörðunina..

Trump ákvað að styðja frumvarpið eftir að ráðgjafar hans bentu honum á að málið myndi fara í gegn um þingið hvort sem hann vildi það eða ekki og hann ætti á hættu að verða fyrir pólitískum álitshnekki ef hann héldi áfram að berjast gegn því.

Á sunnudagskvöld snerist honum því skyndilega hugur og sagði á mánudegi að hann myndi skrifa undir lögin ef þau kæmu á borð hans.

Kallaði stuðningsmenn frumvarpsins öllum illum nöfnum

Þetta er sjaldgæft skref tilbaka fyrir Trump, sem hefur að mestu náð að sveigja Washington eftir sínum vilja frá því hann tók aftur við embætti. Fyrir helgi reyndi Hvíta húsið án árangurs að þrýsta á nokkra repúblikana um að hætta stuðningi við frumvarpið, og Trump kallaði stuðningsmenn þess öllum illum nöfnu.

„Demókratarnir eru að reyna að blása lífi í Epstein-lygin aftur,“ skrifaði hann á Truth Social. „Aðeins mjög vondir eða heimskir repúblikanar falla í þá gryfju.“

Trump er enn mjög ósáttur við að Epstein-málið sé í forgrunni og lítur á það sem truflun frá mikilvægri málum.  Þá er hann pirraður yfir því hve margir nánir bandamenn hans hafa tekið virkan þátt í að ýta undir birtingu skjala.

Vill klára málið sem fyrst

Einn helsti stuðningsmaður frumvarpsins í Repúblikanaflokknum hefur verið þingkonan Marjorie Taylor Greene. Hún var áður einn helsti stuðningsmaður forsetans en ekki er langt síðan Trump réðst harkalega gegn henni, afturkallaði stuðning sinn og kallaði hana meðal annars „landráðamann“.

En eftir að hafa neyðst til að taka áðurnefnda u-beygju herma heimildir CNN innan Repúblikanaflokksins að Trump vonist til hröð afgreiðslafrumvarpsins geti hjálpað flokknum og beint athyglinni aftur að málaflokkum sem skipta kjósendur enn meira máli fyrir þingkosningarnar á næsta ári.

Reynir að skella skuldinni á Demókrata

Trump hefur um leið reynt að snúa málinu gegn demókrötum og fyrirskipaði dómsmálaráðuneytinu meðal annars að rannsaka tengsl Epsteins við ýmsa áberandi einstaklinga innan raða andstæðinga sinna, þar á meðal Bill Clinton og Larry Summers. Enginn þeirra hefur verið sakaður um refsiverða háttsemi í Epstein-málum, rétt eins og Trump sjálfur.

Talskona Hvíta hússins, Abigail Jackson, sagði að rannsóknin sýndi að forsetinn hefði alltaf viljað „gagnsæi“ í málinu.

Óvissa blasir við

Þrátt fyrir yfirgnæfandi stuðning í fulltrúadeildinni er óvíst hvenær öldungadeildin tekur málið upp. Hún fer í þakkargjörðarfrí í lok vikunnar og gæti því ekki fjallað um frumvarpið fyrr en í desember. Þá hefur John Thune, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, ekki skuldbundið sig til að leggja málið tafarlaust fyrir.

Það gefur Hvíta húsinu andrými, sem bandamenn Trump vona að forsetinn geti nýtt til að beina umræðunni að öðrum málum. En eins og einn repúblikani orðaði það: „Samsæriskenningar deyja aldrei.“ Trump sjálfur virtist meðvitaður um það þegar hann sagði á mánudag: „Sama hvað við gefum út, þá er það aldrei nóg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Segir flugöryggi ógnað

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Í gær

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vísir bregst við athugasemdum – Skiptir mynd af Snorra og syni hans út

Vísir bregst við athugasemdum – Skiptir mynd af Snorra og syni hans út
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“