fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

FÍF boðar til yfirvinnubanns

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 18. nóvember 2025 07:44

Mynd: fif.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) hefur boðað yfirvinnubann sem hefst á miðnætti þann 25. nóvember. Kemur þetta fram í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að yfirvinnubannið er vægasta aðgerðin sem félagsmenn FÍF geta gripið til á þessum tímapunkti til að undirstrika mikilvægi þess að samningar milli flugumferðarstjóra og Isavia náist sem allra fyrst. Óásættanlegt er að stéttin hafi verið samningslaus frá áramótum sem ógnar mikilvægum hagsmunum Isavia og þeirra fjölmörgu flugrekenda sem fara um íslenska flugumsjónarsvæðið.

Í tilkynningunni kemur fram að mikil vonbrigði voru að engin niðurstaða fékkst á fundi FÍF, Isavia og SA sem boðað var til síðastliðinn sunnudag. FÍF telur nauðsynlegt að boða yfirvinnubann, þrátt fyrir að viðræður séu enn í gangi, í þeirri von að samningar náist og ekki komi til frekari aðgerða af hálfu félagsmanna. Ljóst er að Isavia hefur tapað mikilvægu samkeppnisforskoti um hæft starfsfólk sem birtist í of lítilli nýliðun, miklu álagi og fækkun í stéttinni, m.a. vegna flótta í sambærileg störf erlendis. Þessari þróun vill FÍF snúa við til að gæta íslenskra hagsmuna.

 „Ein birtingarmynd viðvarandi undirmönnunar hjá Isavia er umfangsmikið yfirvinnuálag með tilheyrandi aukakostnaði og óhagræði. Á 19 vikna tímabili árið 2024 þurftu Isavia ohf. og dótturfélög þess að óska eftir að flugumferðarstjórar ynnu yfirvinnu í 1.261 skipti. Fáist ekki fólk til að vinna yfirvinnu þarf að skerða þjónustu, sem þýðir að beina þarf fleiri flugvélum fram hjá íslensku flugstjórnarsvæði. Ísland verður af mikilvægum gjaldeyristekjum og ef Isavia tekst ekki að tryggja fullnægjandi mönnun ógnar það samningum um rekstur alþjóðlega flugumsjónarsvæðisins.

Horfa verður til þess að íslensk flugumferðarstjórn er gjaldeyrisskapandi útflutningsatvinnuvegur sem skilar á milli 8 og 9 milljörðum króna í gjaldeyristekjur á ári hverju. Laun flugumferðarstjóra koma að mestum hluta erlendis frá og eru því ekki greidd með skatttekjum frá almenningi. Það eru því ríkir hagsmunir að Isavia tryggi að mannekla skaði ekki orðspor Íslands sem þjónustuaðila fyrir alþjóðlega flugrekendur.

Íslenskir flugumferðarstjórar sinna mikilvægu hlutverki þar sem öryggi, traust og áreiðanleiki skiptir öllu máli. Íslenska flugstjórnarsvæðið er eitt stærsta flugstjórnarsvæði heims, um 5,5 milljónir ferkílómetrar að stærð, og fara að meðaltali um 540 flugvélar í gegnum svæðið á hverjum sólarhring. Nauðsynlegt er að Isavia komi til móts við kröfur flugumferðarstjóra og dragi úr álagi á starfsfólk til að tryggja samfellda, góða og örugga þjónustu árið um kring.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Segir flugöryggi ógnað

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Í gær

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vísir bregst við athugasemdum – Skiptir mynd af Snorra og syni hans út

Vísir bregst við athugasemdum – Skiptir mynd af Snorra og syni hans út
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“